1
Peningar

Tíu tekjuhæstu Garðbæingarnir opinberaðir

2
Innlent

Pétur lætur Þorgerði Katrínu hafa það óþvegið

3
Innlent

Illa liðinn skólameistari vill annað tækifæri

4
Innlent

Uppsagnir á Sýn halda áfram

5
Fólk

Forstjóri selur einbýli með fataherbergi

6
Peningar

Halla Tómasdóttir í hópi þeirra tekjuhæstu á Íslandi

7
Innlent

Um 100 mótmælendur trufluðu ríkisstjórnarfund

8
Innlent

Alexander Máni smyglaði inn fíkniefnum í hundamatsumbúðum

9
Heimur

Rússneskir hermenn skutu hver á annan til að fá bætur og orður

10
Heimur

Rússar hafna fundi með Zelensky – diplómatísk spenna magnast

Til baka

Segir aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda gagnvart helförinni á Gaza vera „fyrirlitlegt“

Þjóðar­morð, fálmandi mjálm eða að­gerðir? spyr Viðar Hreinsson um helförina sem nú fer fram í boði Ísraelsmanna á Gaza og allur heimurinn horfir aðgerðarlaus á

Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur og mannvinur
Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur og mannvinurSegir að Vesturlönd stæri sig af hugmyndum um jöfnuð, jafnræði, lýðræði og mannréttindi sem hampað er á tyllidögum
Mynd: Aðsend

Þjóðar­morð, fálmandi mjálm eða að­gerðir? spyr bókmenntafræðingurinn og mannvinurinn Viðar Hreinsson í grein um helförina sem nú fer fram í boði Ísraelsmanna á Gaza þar sem fólk; konur, menn og börn, eru myrt daglega af ógnarsterkum her þótt fólkið sé með öllu vopnlaust og hafi engan kraft til að berjast vegna hungurs og vosbúðar.

Viðar segir að Vesturlönd stæri sig af hugmyndum um jöfnuð, jafnræði, lýðræði og mannréttindi sem hampað er á tyllidögum og mynda kjarnann í starfi fjölda alþjóðastofnana sem virka einfaldlega ekki.

Gaza

Hann segir að „þessar hugmyndir þróuðust meðfram kapítalisma og nýlendustefnu sem byggjast á ofbeldi gagnvart umhverfi jafnt sem mannlegu samfélagi“ og bætir því við að oft hafi „þessar göfugu hugmyndirnar verið notaðar til að réttlæta eða breiða yfir ofbeldið, enda hafa lögmál viðskipta og kapítals lengi verið æðri öllum siðaboðum í praxis.“

Viðar segir að þetta „misræmi boðunar og gjörða“ hafi lengi verið „himinhrópandi en undanfarin tvö ár hefur það keyrt um þverbak“ og segir Viðar hreinlega að nú sé svo komið „að siðferðlegt og hugmyndalegt skipbrot Vesturlanda er algjört og birtist í pólitísku vanmætti.“

Ísland-Palestína

Viðar bendir réttilega á að almenningur víða um heim mótmæli helförinni ísraelsku á Gaza kröftuglega „en það kemur fyrir ekki, því vestræn stjórnvöld aðhafast ekkert, en hafa uppi fögur orð að vanda.“

Hann nefnir að morðæðið, helförin, hjá Ísraelsmönnum sé „hreinræktað afkvæmi vestrænnar þjóðernis- og nýlendustefnu og af þeim sökum á ábyrgð þeirra. Hvort eitthvað er meint með ótal fögrum orðum, ályktunum og yfirlýsingum, á borð við fálmandi mjálm utaríkisráðherra í kvöldfréttum sjónvarps, skiptir ekki minnsta máli. Orð ráðherrans væru hlægileg ef málið væri ekki jafn alvarlegt og raun ber vitni.“

Að mati Viðars dugar ekkert til að stöðva blóðbaðið á Gaza „nema beinar aðgerðir: viðskipta- og vopnasölubann, sniðganga - sem aðgerðasinnar standa fyrir af dugnaði - bann við komu Ísraelskra ferðamanna, slit á stjórnmálasambandi, útilokun frá alþjóðasamstarfi, ekki síst á sviði menningar og íþrótta, brottrekstur úr Sameinuðu þjóðunum og stuðningur við kæru til Alþjðaglæpadómstólsins.“

Viðar segir aðgerðaleysi íslenskra og annarra vestrænna stjórnvalda sé hreinlega „fyrirlitlegt“ og segir einnig að „Ísland“ hafi ekki einu sinni gengið „í lið með Haag hópnum svokallaða sem reynir þó að grípa til aðgerða.“

Ísrael dráp

Viðar telur að hin svokallaða „tveggja ríkja lausn“ sé ekkert annað en hrein klisja „sem hver étur upp eftir öðrum með slefi og öllu“ og segir einu lausnina á hryllingnum sem nú stendur yfir á Gaza sé „eitt lýðræðisríki þar sem allir hafa jafnan rétt, Palestínumenn og Gyðingar af öllum trúarbrögðum en til þess þyrfti að binda endi á þann banvæna og rasíska síonisma með tilheyrandi aðskilnaðarstefnu sem ríkt hefur.“

Að mati Viðars er það er hlálegt að þessi hugmynd sé „náttúrlega í góðu samræmi við þær lýðræðishugmyndir sem Vesturlönd stæra sig af en framkvæma ekki nema eftir hentugleikum.“

Hann segir siðferðilegt og menningarlegt skipbrot „Vesturlanda er skelfilegt“ og að það sýni ekki „aðeins djúpstætt vanmætti gagnvart hreinræktuðu þjóðarmorði og þjóðernishreinsun, botnlausri grimmd, afmennskun og kvalalosta; það sýnir svart á hvítu að undirstöðurnar sem við teljum samfélag okkar og menningu byggjast á eru að bresta. Það er engin leið til baka, en það er enn hægt að stöðva þennan hrylling.“

Gaza

Hann ljær máls á því að „ef svo heldur fram sem horfir óttast ég að engin fær leið sé fram á við heldur, önnur en í átt að frekara ofbeldi og afmennskun“ og telur hann ástandið vera svo „alvarlegt að göfugar áhyggjur af svokölluðu akademísku frelsi verða hlægilegar.“

Viðar segir einnig að „frelsishugmyndir mega sín lítils gagnvart afmennskandi ofbeldi sem fær að vaða uppi óáreitt. Því óáreitt er það enn af stjórnvöldum sem mjálma fálmandi og raddir menningar- og menntageirans eru strjálli og lágværari en hægt er að sætta sig við.“

Og Viðar telur að fái „ofbeldið að halda áfram“ að vera jafnóáreitt og það er verði það „einfaldlega smátt og smátt viðurkennt, enda praktíserað af æ fleiri svkölluðum þjóðhöfðingjum. Og þá gleyma æ fleiri akademíkerar líklega frelsishugsjónunum og fara að einbeita sér að því að þóknast þeim sem ráða.“

Gaza

Hann spyr síðan hvað það sé svo sem Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra „samþykkja ásamt öðru framáfólki Vesturlanda með aðgerðaleysinu?“

Í hryllingnum á Gaza eru nú rúmlega 62.000 manndráp staðfest og „talið er að tugir þúsunda séu grafin undir rústum og af þessum 62.000 eru hátt í 19.000 börn og nærri 10.000 konur.“ Og samkvæmt „nýjustu uppljóstrunum upp úr opinberum gögnum í Ísrael eru um 83% fallinna óbreyttir borgarar þótt þarlend stjórnvöld reyni stöðugt að ljúga öðru.“ Hann bendir einnig á að „hátt í 160 þúsund manns eru limlest, og ekki þarf að fletta fjölmiðlum lengi til að rekast á myndir og frásagnir af hræðilega limlestum og bækluðum börnum.“ Hann bendir einnig á að um það bil „1600 heilbrigðisstarfsmenn hafa verið myrtir og vel á þriðja hundrað blaðamanna eða fjölmiðlafólks og löngu orðið ljóst að þetta fólk er markvisst haft að skotmarki.“

AP_benjamin_netanyahu

Viðar segir einnig að ekkert lát sé á vopnasölu „Vesturlanda til Ísraels“ til þess að hægt sé að „halda uppi fjörinu.“

Hann bendir með sterkum hætti á afleiðingarnar í nærmynd á bak við tölurnar:

„Litla stúlkan með vatnsbrúsann sem sprengd var upp, sundurskotin lík á sjúkrahúsi, fljúgandi lík og útlimir, hungurmorða börn, sveltandi fólk með tóm matarílát, hrunin hús, skotgöt á tjöldum, fólk á flótta undan sprengingum, grátandi fólk með barnslík í fanginu, fólk grafið látið og lifandi úr rústum, skurðaðgerðir á sjúkrahúsgólfi, jafnvel án deyfingar – við lítum undan í hryllingi en megum það samt ekki, því við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stöðva þetta, en á meðan malar síoníska áróðursvélin“

Gaza

Viðar segir að það verði „að liggja milli hluta hvort stjórnvöld skilja samhengið eða hvort þau vilja það ekki. Við hversdagsfólkið getum ekki litið undan lengur. Almenningur verður að þrýsta á þau af öllum lífs og sálar kröftum“ og hann bendir á að með aðgerðaleysinu“ séu „vestræn stjórnvöld og viðskiptalíf samsek“ og telur hann „ómögulegt að vita hvað framtíðin ber í skauti um réttarhöld, annað hvort alþjóðadómstóla eða sögunnar.“

Hann telur klárlega að meginstraumsfjölmiðlar, „jafnvel þeir virtustu, eru undir sömu sök yfirhylmingar felldir, þótt þar sé að verða einhver breyting á. Síoníska áróðursvélin hefur mallað lengi og verið óhugnanlega skilvirk“ og telur Viðar að það sé hægt að bregðast við með ýmsum hætti:

Félagsmenn félagsins Ísland Palestínu mótmæla við stjórnarráðið

„Fjöldaþátttaka í mótmælum er mikilvæg og nota þarf allar hugsanlegar leiðir sem hver og einn hefur til að koma skilaboðum áleiðis til stjórnvalda. Beinn stuðningur í gegnum samfélagsmiðla og söfnunarsíður við nauðstatt fólk á Gaza er önnur leið sem orðin er nokkuð áberandi. Það er smátt í stóra samhenginu, Íslendingar eru fáir og við erum ekki mjög mörg sem erum virk í þessari hjálp en vildum gjarnan að fólki í slíkum hjálparaðgerðum fjölgaði stórlega.“

Viðar leggur áherslu á það „að hvert mannslíf er dýrmætt, og sambandið sem komist hefur á við töluverðan fjölda fólks, einkum barnafólks, er líka verðmætt. Það stækkar heim okkar, við öðlumst dýpri innsýn í þetta hörmungarástand þegar við kynnumst fólki á Gaza persónulega, sorgum þess og jafnvel gleði, meira að segja draumum þess sem eru alltaf að bresta.“

Vonarbrú samtök Gaza

Segir Viðar að augljósasta leiðin sé „hjálparsamtökin Vonarbrú, sem safnar fé í sjálfboðavinnu og kemur því eftir öruggum leiðum til nauðstaddra en það er auðvelt að kynna sér fleiri hliðar hjálparstarfsins á netinu og Facebook.“

Hann segir að þeir sem vilja hjálpa fólki sem býr í einum hryllilegasta „heimi“ allra hryllilegra heima séu líka meira en „fús til að fræða og leiðbeina. Og ekki má gleyma Reykjavíkurmaraþoni, fjöldi fólks hleypur fyrir Vonarbrú, sem hægt erð að kynna sér á heimasíðunni.“

„Persónulega er sú djúpstæða vinátta sem myndast dýrmæt. Að setja sig inn í kjör fólks og aðstæður, og uppskera einlægt þakklæti fyrir viðleitnina. Það er ekki auðvelt, að fylgjast með hjartfólgnum vinum veikjast og nánast veslast upp af næringarskorti, lýsa börnum sínum grátandi af sulti, segja frá stöðugum sprengingum, skotárásum og mannfalli í nánasta umhverfi“ og nefnir líka að „áhyggjurnar geta líka verið nagandi þegar maður veit af sprengingum og skotárásum allt í kring um hjartkæra vini, jafnvel næturlangt.“

Viðar er, eins og áður hefur komið fram, í sambandi við fólk sem nú upplifir helförina á Gaza:

„Ég vona að öll ill öfl í heiminum hrynji“ segir ein vinkona í þessum skrifuðum orðum. „Mig langar til að geta sofið laus við flugvéladyn og sprengjugný“ segir önnur, þar sem enn einn brottflutningurinn vofir yfir.“

Þótt rödd Íslands sé kannski ekki „sterk á alþjóðavettvangi“ segir hann að „aðgerðir gætu vakið athygli sem hefði áhrif. Hjálparstarf einstaklinga og lítilla samtaka telur kannski ekki mikið á stóra sviðinu. En það þarf ekki stórar steinvölur til að koma af stað stækkandi skriðum.“

Hann segir að lokum að „ef til vill geta kærleiksverkin með tímanum gætt opinbert líf og stjórnmálin nýju inntaki. En á meðan engin stjórnvöld gera neitt er bara haldið áfram að myrða börnin, mæðurnar, feðurna.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


„Það er að ein­hverju leyti þetta fína fólk sem er í þess­um hefðbundnu hægri­flokk­um“
Innlent

„Það er að ein­hverju leyti þetta fína fólk sem er í þess­um hefðbundnu hægri­flokk­um“

Hannes Hólmsteinn er afar ánægður með uppgang hægrisinnaðra popúlístaflokka í Evrópu og segir þá með puttann á púlsinum
Fláráður ferðamaður neitaði að borga reikninginn og hótaði að drepa lögreglumann
Innlent

Fláráður ferðamaður neitaði að borga reikninginn og hótaði að drepa lögreglumann

Yfirmaður í ísraelska hernum vill myrða 50 Palestínumenn fyrir hvern látinn Ísraela
Heimur

Yfirmaður í ísraelska hernum vill myrða 50 Palestínumenn fyrir hvern látinn Ísraela

Alexander Máni smyglaði inn fíkniefnum í hundamatsumbúðum
Innlent

Alexander Máni smyglaði inn fíkniefnum í hundamatsumbúðum

Karlmaður á fimmtugsaldri í gæsluvarðhaldi
Innlent

Karlmaður á fimmtugsaldri í gæsluvarðhaldi

Rússar hafna fundi með Zelensky – diplómatísk spenna magnast
Heimur

Rússar hafna fundi með Zelensky – diplómatísk spenna magnast

Um 100 mótmælendur trufluðu ríkisstjórnarfund
Myndir
Innlent

Um 100 mótmælendur trufluðu ríkisstjórnarfund

Uppsagnir á Sýn halda áfram
Innlent

Uppsagnir á Sýn halda áfram

Halla Tómasdóttir í hópi þeirra tekjuhæstu á Íslandi
Peningar

Halla Tómasdóttir í hópi þeirra tekjuhæstu á Íslandi

Hungursneyð opinberlega staðfest á Gaza
Heimur

Hungursneyð opinberlega staðfest á Gaza

Kona handtekin vegna hraðbankaránsins
Innlent

Kona handtekin vegna hraðbankaránsins

Innlent

„Það er að ein­hverju leyti þetta fína fólk sem er í þess­um hefðbundnu hægri­flokk­um“
Innlent

„Það er að ein­hverju leyti þetta fína fólk sem er í þess­um hefðbundnu hægri­flokk­um“

Hannes Hólmsteinn er afar ánægður með uppgang hægrisinnaðra popúlístaflokka í Evrópu og segir þá með puttann á púlsinum
Karlmaður á fimmtugsaldri í gæsluvarðhaldi
Innlent

Karlmaður á fimmtugsaldri í gæsluvarðhaldi

Fláráður ferðamaður neitaði að borga reikninginn og hótaði að drepa lögreglumann
Innlent

Fláráður ferðamaður neitaði að borga reikninginn og hótaði að drepa lögreglumann

Segir aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda gagnvart helförinni á Gaza vera „fyrirlitlegt“
Innlent

Segir aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda gagnvart helförinni á Gaza vera „fyrirlitlegt“

Alexander Máni smyglaði inn fíkniefnum í hundamatsumbúðum
Innlent

Alexander Máni smyglaði inn fíkniefnum í hundamatsumbúðum

Loka auglýsingu