1
Innlent

Óskar eftir frekari rannsókn á dularfullu andláti systur sinnar

2
Innlent

Á að víkja Sigríði Björk úr embætti?

3
Innlent

Spáir að dómsmálaráðherra víki ríkislögreglustjóra tímabundið

4
Heimur

Harrý snertir hjartastrengi samlanda sinna

5
Innlent

Lýsir erfiðri baráttu sinni við íslenska heilbrigðiskerfið

6
Menning

Spurning Guðrúnar „fyrir neðan virðingu“ Kolfinnu

7
Innlent

Býst við miklu sjónarspili í kvöld

8
Fólk

Íslenskur þingmaður tvífari nýkjörins borgarstjóra New York

9
Heimur

Barbie-áhrifavaldur fannst látinn heima hjá sér

10
Heimur

Upprættu sjö ofbeldisfull glæpasamtök á Costa del Sol

Til baka

Segir alveg öruggt „að samfélagsmiðlarnir magna haturstjáningu“

Hatur er nýr íslenskur heimildarþáttur er fjallar um uppgang hatursorðræðu á Íslandi og bakslagið sem orðið hefur í baráttu ýmissa minnihlutahópa á síðustu misserum

Bergur Ebbi
Bergur EbbiFjölhæfur og fyndinn með afbrigðum. Klár.
Mynd: Aðsend

Hatur er nýr íslenskur heimildarþáttur er fjallar um uppgang hatursorðræðu á Íslandi og bakslagið sem orðið hefur í baráttu ýmissa minnihlutahópa á síðustu misserum. Leitast er við að svara spurningunni um hvernig bakslagið fór af stað, hvaðan hatrið stafar og hvaða leið er út úr þessari stöðu.

Í nýjasta þættinum ræðir þáttastjórnandinn, Ingileif Friðriksdóttir, við Berg Ebba rithöfund og uppistandara sem tjáir sig mikið um hætturnar er fylgja samfélagsmiðlum:

Bakslag

„Annars vegar er alveg öruggt að samfélagsmiðlarnir magna hvers konar tjáningu, þar á meðal haturstjáningu, en áhrifin eru líka þau að þau afhjúpa hugsanir sem hefðu annars kannski grasserast undir niðri,“ segir Bergur Ebbi og bætir þessu við:

„Við sjáum þau brjálæðislegu áhrif sem samfélagsmiðlar hafa haft á hvers konar samskipti, miðlunarleiðir, tjáningu og í raun hvernig við upplifum sannleikann, hvað er rétt og hvað er rangt.“.

Hatur er nýr íslenskur heimildarþáttur um uppgang hatursorðræðu á Íslandi og bakslagið sem orðið hefur í baráttu ýmissa minnihlutahópa á síðustu misserum.

Þar er rætt við sérfræðinga, stjórnmálafólk og þau sem hafa orðið fyrir hatursorðræðu, en auk þess er ljósi varpað á aukið aðgengi ungs fólks að hatri í gegnum samfélagsmiðla og Bergur Ebbi rekur sögu lýðræðis á Vesturlöndum:

„Við erum búin að vera að malla með þetta lýðræðiskonsept sem grunnhugmynd að okkar þjóðskipulagi, allavega á Vesturlöndum, frá tíma frönsku stjórnarbyltingarinnar. Við vitum að fyrir 200 árum síðan var kosningaréttur ekki almennur og lýðræðið bara grunnhugmynd sem við höfum verið að malla með sem sósu, alltaf að henda nýjum innihaldsefnum inn. Á einhverjum tímapunkti komu element eins og kosningaréttur kvenna og almennari og víðtækari leiðir til að veita stofnunum þjóðfélagsins aðhald.“

Sósan er að þykkna

Svo bætist tæknin við og upplýsingamiðlun eykst og það verða miklar vendingar að mati Bergs Ebba er samfélagsmiðlarnir koma til sögunnar:

„Á 20. öld kemur útvarp og sjónvarp sem urðu kannski með réttri eldunaraðferð að góðum viðbótum við lýðræðissósuna sem við vorum að búa til. Þó að tækninýjungar og þjóðfélagsbreytingar feli í sér áskoranir gagnvart lýðræði hefur okkur tekist að blanda þessu inn í þetta þjóðskipulag okkar. En svo urðu miklar vendingar. Fyrir tíu fimmtán árum koma snjalltækin og samfélagmiðlarnir inn. Við erum ekki að malla sömu sósuna lengur.“

Samfélagsmiðlarnir hafa valdið straumhvörfum í upplýsingaveitu hjá fólki en einnig óreiðu; það varð þó ekki ljóst hve mikil áhrifin yrðu fyrr en löngu síðar.

„Í fyrstu held ég að við höfum hugsað þessa hluti sem hverja aðra viðbót við þetta þjóðskipulag okkar og að við gætum hent þessu inn í sósuna sem við erum að malla en þegar liðinn er þessi tími og við sjáum þau brjálæðislegu áhrif sem samfélagsmiðlar hafa haft á hvers konar samskipti, miðlunarleiðir, tjáningu og í raun hvernig við upplifum sannleikann, hvað er rétt og hvað er rangt.“

Samfélagsmiðlar breyttu heiminum

Segir Bergur Ebbi það vera ljóst að heimurinn breyttist við tilkomu samfélagsmiðla og þar með sósan sem mallað hefur lengi í hinum litaglaða og risastóra potti alheimsins og allra er honum tengjast að einhverju leyti, litlu leyti eða að miklu leyti:

„Þá held ég hreinlega að við getum verið að nálgast þá niðurstöðu að þetta sé eitt stærsta nýja innihaldsefnið sem við höfum fengið í okkar þjóðskipulag síðan við fórum að malla í þessari sósu. Ég held hreinlega að það gæti verið heiðarlegra að viðurkenna að við erum ekki að malla með sömu sósuna lengur.“

Einum fimmtán árum eftir tilkomu Facebook erum við sem samfélag byrjuð að gera okkur grein fyrir alvarleika málsins segir Bergur Ebbi og bætir þessu við:

„Annars vegar er alveg öruggt að samfélagsmiðlarnir magna hvers konar tjáningu, þar á meðal haturstjáningu, en áhrifin eru líka þau að þeir afhjúpa hugsanir sem hefðu annars kannski grasserast undir niðri. Það er erfitt að svara í eitt skipti fyrir öll hvort þessi tækni hafi bein áhrif á haturshugsanir sem slíkar en það er alveg öruggt að þær eru meira áberandi og meira uppi á yfirborðinu.“

Hatursorðræða er valdatól

Hatrið sem kemur upp á yfirborðið er notað sem valdatæki ákveðinna afla, sem ýta undir það til að styrkja málstað sinn og stöðu.

„Hatursorðræða hefur verið valdatól afla sem vilja berja niður raddir minnihlutahópa og brothættra hópa. Í gegnum tíðina hefur það verið aðferðafræði sem er notuð til að ná völdum,“ segir hann.

Og fyrir slíka hatursorðræðu eru samfélagsmiðlarnir áhrifamikill vettvangur.

„Það hefur oft verið það fyrsta sem ákveðnir hópar gera til að ná völdum, að þagga niður í ákveðnum hópum. Þeir hafa haft ýmis tól til þess en nú eru komin sterkari tól til að gera það.“

Með þessari stafrænu þróun myndist líka uggvænlegt rof á milli kynslóða samkvæmt Bergi.

„Það sem við töpum við að fara of geyst í þessu er þetta samtal á milli kynslóða. Ef við sitjum ekki öll við sama borð, ef eldri kynslóðir eru skildar eftir, getum við ekki miðlað af okkar reynslu og þekkingu til annarra kynslóða og öfugt. Og yngri kynslóðir geta ekki tjáð okkur hvað þær eru að upplifa í sínum veruleika.“

En Bergur trúir því ekki að fólk sé illt í grunninn.

„Ég held það sé ekkert of barnalegt að ganga út frá þeirri grunnforsendu að fólk sé almennt gott og sé ekki í grunninn hatur í hug. En það er margt í okkar samfélagi sem byrgir okkur sýn og jafnvel dregur mennskuna burt út okkur.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Breskur fangi gaf sig fram eftir að hafa verið sleppt fyrir mistök
Heimur

Breskur fangi gaf sig fram eftir að hafa verið sleppt fyrir mistök

Spurning Guðrúnar „fyrir neðan virðingu“ Kolfinnu
Myndband
Menning

Spurning Guðrúnar „fyrir neðan virðingu“ Kolfinnu

Lýsir erfiðri baráttu sinni við íslenska heilbrigðiskerfið
Einkaviðtal
Innlent

Lýsir erfiðri baráttu sinni við íslenska heilbrigðiskerfið

Íslenskur þingmaður tvífari nýkjörins borgarstjóra New York
Fólk

Íslenskur þingmaður tvífari nýkjörins borgarstjóra New York

Á að víkja Sigríði Björk úr embætti?
Innlent

Á að víkja Sigríði Björk úr embætti?

Býst við miklu sjónarspili í kvöld
Innlent

Býst við miklu sjónarspili í kvöld

Morðingi CSI leikkonu dæmdur í fangelsi
Heimur

Morðingi CSI leikkonu dæmdur í fangelsi

„Við höfum skoðað upptökur úr öryggismyndavélum“
Myndband
Heimur

„Við höfum skoðað upptökur úr öryggismyndavélum“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar“
Fólk

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar“

Óskar eftir frekari rannsókn á dularfullu andláti systur sinnar
Innlent

Óskar eftir frekari rannsókn á dularfullu andláti systur sinnar

Aka of oft með of háan farm
Myndband
Innlent

Aka of oft með of háan farm

Fíkniefnamisferli kom þremur í bobba
Innlent

Fíkniefnamisferli kom þremur í bobba

Innlent

Lýsir erfiðri baráttu sinni við íslenska heilbrigðiskerfið
Einkaviðtal
Innlent

Lýsir erfiðri baráttu sinni við íslenska heilbrigðiskerfið

Tomasz Bereza hvetur heilbrigðiskerfið til að virða rétt fólks til að fá viðeigandi meðferð og segir reynslu sína dæmi um það hvernig kerfið getur brugðist þeim sem það á að þjóna.
Fíkniefnamisferli kom þremur í bobba
Innlent

Fíkniefnamisferli kom þremur í bobba

Á að víkja Sigríði Björk úr embætti?
Innlent

Á að víkja Sigríði Björk úr embætti?

Býst við miklu sjónarspili í kvöld
Innlent

Býst við miklu sjónarspili í kvöld

Óskar eftir frekari rannsókn á dularfullu andláti systur sinnar
Innlent

Óskar eftir frekari rannsókn á dularfullu andláti systur sinnar

Aka of oft með of háan farm
Myndband
Innlent

Aka of oft með of háan farm

Loka auglýsingu