
Rithöfundurinn Stefán Máni Sigþórsson vekur athygli á nýrri auglýsingu fyrir Línu Langsokk frostpinna, þar sem leikari frá Þjóðleikhúsinu, í gervi Línu sést á pakkningunum. Í færslu sinni á Facebook segir hann að auglýsingin trufli sig á ýmsa vegu.
„Er til dæmis hlutverk Þjóðleikhússins að markaðssetja sykurdrullu og stuðla að aukinni sykurneyslu barna?“ spyr Stefán Máni. Hann bendir á að ekki sé verið að auglýsa Þjóðleikhúsið eða leikritið nema mjög óbeint, heldur frostpinnann sem heitir eftir frægri sænskri skáldpersónu.
Rithöfundurinn veltir einnig fyrir sér spurningar um höfundarrétt: „Voru gerðir samningar við erfingja Astrid Lindgren áður en farið var af stað í þessa vegferð? Ef nei, þá er um brot á höfundarrétti að ræða. Ef já, á hvaða vegferð er arfleifð eins ástsælasta rithöfundar Norðurlanda?“
Hann undirstrikar að Lína Langsokkur sé „táknmynd styrks, hugrekkis og sjálfstæðis“, en sé nú „orðin að peningasjúkum Tik Tok trúði sem er í samstarfi við sykurdíler“. Stefán Máni skýrir að gagnrýni hans beinist ekki að Kjörís, framleiðanda íssins, heldur að Þjóðleikhúsi Íslendinga, sem hann hélt að væri „sjálfstæð menningarstofnun“.
Hann stingur upp á að hefði verið skynsamlegra að fara í samstarf við útgefanda Astrid Lindgren á Íslandi og stuðla að auknum bóklestri.
Komment