
Lögreglumenn eru sagðir hafa sagt við forsvarsmenn tveggja netverslana með selja áfengi að þeir yrðu ákærðir fyrir verslunina.
En lögreglan kannast ekki við það.
Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðstjóri ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði í viðtali við RÚV að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út á hendur fyrirtækjum þeim er reka netverslun með áfengi.
„Ég veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar,“ sagði Hildur Sunna, þegar hún var spurð út í fullyrðingu Arnars Sigurðssonar, sem er eigandi Santé, fyrirtækis sem selur áfengi á netinu, en hafði greint frá því opinberlega að lögreglumenn hafi tilkynnt sér persónulega að til stæði að ákæra í málinu, en þó var ekki sagt fyrir hvaða sakir hann yrði kærður fyrir.
Komið hefur fram að lögreglan hafi undanfarið heimsótt starfsstöðvar netverslana með áfengi og segir Viðskiptablaðið að í að minnsta kosti tveimur þessara heimsókna hafi lögreglumenn upplýst forsvarsmenn netverslana um að ákærur yrðu gefnar út og samkvæmt sömu heimildum hefur lögreglan að undanförnu tekið skýrslur af viðskiptavinum er þeir hafa verið að sækja áfengið sitt hjá netverslunum og einnig óskað eftir reikningum vegna viðskiptanna.
Áðurnefnd Hildur Sunna telur rannsókn ákærusviðsins miða vel og hún bætti því við að hún telji að búið sé að afla allra þeirra gagna sem lögregla þyrfti til að taka ákvörðun um ákæru og sagði hún aðspurð að ákvörðun muni að öllum líkindum liggja fyrir á allra næstu vikum.
Komment