1
Heimur

Lík fundið í leit að hinni 18 ára Hönnu

2
Heimur

Karlmaður látinn eftir hörmulegt slys á Kanarí

3
Pólitík

Brynjar Níelsson hæðist að veikindum Guðmundar Inga

4
Innlent

Höfðingjasetur til sölu við Elliðavatn

5
Pólitík

Ráðherra og þingmenn lýsa yfir stuðningi við Stein

6
Pólitík

„Þessu ofbeldi verður að linna“

7
Fólk

Stefán Pálsson segir „hávísindalega tilraun“ í gangi í Eskihlíðinni

8
Innlent

Ofbeldi foreldra gegn börnum eykst á landinu

9
Pólitík

Guðmundur blæs á sögusagnir um kosningasímtöl frá föngum

10
Heimur

Lögreglan rannsakar líkfund á ástralskri strönd

Til baka

Segir Miðflokkinn geta boðið bandaríska sendiherranum á þorrablót

„Þar sem hann getur reytt af sér brandara um skrælingja á Grænlandi og á Gaza og hversu vel ungir Miðflokksmenn myndu smellpassa í brúnstakka ICE þegar Ísland er orðið 52. ríkið.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð GunnlaugssonKristinn skýtur föstum skotum á Miðflokkinn
Mynd: Víkingur

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, gagnrýnir harðlega Nóbelsverðlaunin og bandaríska utanríkisstefnu í Facebook-færslu á dögunum, sem hann skrifaði í kjölfar heimsóknar Maria Corina Machado til Donald Trump í Hvíta húsinu. Í leiðinni skýtur hann föstum skotum á Miðflokkinn.

Machado, sem nýverið hlaut friðarverðlaun Nóbels, færði Trump sjálfan Nóbelsgullpeninginn að gjöf eins og frægt er orðið. Kristinn túlkar gjörninginn sem þakklætisvott fyrir hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna gegn Venesúela og segir:

„Væntanlega í þakklætisskyni fyrir að hafa drepið 200 manns í árásum á ættjörð hennar og hafsvæðið í grennd, rænt forseta landsins og olíuauðlindunum í leiðinni.“

Kristinn heldur áfram og segir að þetta hafi ekki átt að koma á óvart þar sem Machado hafi sjálf hvatt Trump til þessara aðgerða áður en hún var sæmd verðlaununum:

„Þetta á ekki að koma á óvart enda hvatti Machado Trump til þessara verka áður en hún var sæmd verðlaununum í Osló og með velgjörðarmerki Nóbels sín megin, varð léttara fyrir Bandaríkjaforseta að láta til skarar skríða.“

Í færslunni bendir Kristinn jafnframt á það sem hann kallar „magnaða niðurlægingu“ Machado, þar sem Trump hafi sama dag gert lítið úr pólitísku vægi hennar:

„Það er svo mögnuð niðurlæging fólgin í því að Trump, sama dag og hann tekur á móti gjöfinni, ítrekar hann að Machado sé ekki þess verð að leiða landsmenn sína og njóti ekki til þess trausts. Trump vill miklu heldur gera díla við Delcy Rodriguez, eftirmann Maduros.“

Kristinn segir að með þessu hafi einnig verið vegið að sjálfri Nóbelsakademíunni og trúverðugleika friðarverðlaunanna:

„Niðurlæging Nóbelsakademíunnar er líka alger og vandséð að friðarverðlaunin nái nokkru sinni til baka einhverri virðingu. Norska pressan er hins vegar uppfull af vandlætingarröddum um þetta framsal gullpeningsins til Trumps. Fáir lýsa yfir vandlætingu yfir þeirri stjörnugölnu ákvörðun að veita Machado verðlaunin í upphafi.“

Í færslunni tengir Kristinn jafnframt þróun mála í Venesúela við umræðu um Grænland og segir friðarverðlaunin hafa orðið hvati að frekari hernaðarhyggju:

„Nóbelsverðlaunin urðu hvati til þess að Trump gaf grænt ljós á árásirnar á Venesúela og var varla búinn með verkið þegar það græna ljós futtist yfir á Grænland, enda kóngurinn í Hvíta húsinu kominn í ham. Norska nóbelsnefndin á því hlutdeild í því að Grænlendingar eru flemtri slegnir að búa sig undir innrás bandaríkjahers.“

Í lok færslu sinnar beinir Kristinn Hrafnsson einnig spjótum sínum að íslenskum stjórnmálum og nefnir þar sérstaklega Miðflokkinn í samhengi við væntanlegan sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.

Kristinn bætir því við að ummæli Long um að Ísland gæti orðið 52. ríki Bandaríkjanna hafi verið dregin til baka af meiri pólitískri skynsemi en sjáist stundum hér á landi:

„Á sama tíma virðist verðandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi hafa áttað sig á því að það sé ekki pólitískt taktíst að gantast með að Ísland verði 52. ríki Bandaríkjanna (Grænland væntanlega 51.) nema Billy hafi meiri snert af sómatilfinningu en sumir íslenskir stjórnmálamenn sem greindarkeppa við þurrkaða þorskhausa og hafa sjaldnast betur.“

Hann segir að stuðningsmenn Billy Long innan flokksins geti tekið vel á móti honum í óformlegum félagskap:

„Áðdáendur Billy boy í Miðflokknum geta samt sem áður boðið honum á þorrablót þar sem hann getur reytt af sér brandara um skrælingja á Grænlandi og á Gaza og hversu vel ungir Miðflokksmenn myndu smellpassa í brúnstakka ICE þegar Ísland er orðið 52. ríkið.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Maður í lífshættu eftir að lögreglubíl var ekið á hann
Myndband
Heimur

Maður í lífshættu eftir að lögreglubíl var ekið á hann

Myndbandið er ekki fyrir viðkvæma
Désirée prinsessa lést í svefni
Heimur

Désirée prinsessa lést í svefni

Okkar Borg vill bílakjallara með öllum íbúðum
Pólitík

Okkar Borg vill bílakjallara með öllum íbúðum

Forsetaflugvél Trump snúið við í skyndi
Heimur

Forsetaflugvél Trump snúið við í skyndi

Glæsilegt einbýlishús á rólegum stað í Grafarvogi á sölulista
Myndir
Fólk

Glæsilegt einbýlishús á rólegum stað í Grafarvogi á sölulista

Ferðamaður lést eftir hjartaáfall á strönd á Tenerife
Heimur

Ferðamaður lést eftir hjartaáfall á strönd á Tenerife

Sprenging í sjálfsvígssamtölum til 1717
Innlent

Sprenging í sjálfsvígssamtölum til 1717

33 ára karlmaður gripinn með byssu
Innlent

33 ára karlmaður gripinn með byssu

Einn fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttökuna
Innlent

Einn fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttökuna

Kýrin Veróníka notar kúst til að klóra sér
Heimur

Kýrin Veróníka notar kúst til að klóra sér

Brynjar Níelsson hæðist að veikindum Guðmundar Inga
Pólitík

Brynjar Níelsson hæðist að veikindum Guðmundar Inga

Hernaðarsérfræðingur segir Bandaríkin hegða sér eins og „Rússland á sterum“
Heimur

Hernaðarsérfræðingur segir Bandaríkin hegða sér eins og „Rússland á sterum“

Okkar Borg notast við gervigreindarlag í kosningabaráttunni
Pólitík

Okkar Borg notast við gervigreindarlag í kosningabaráttunni

Pólitík

Okkar Borg vill bílakjallara með öllum íbúðum
Pólitík

Okkar Borg vill bílakjallara með öllum íbúðum

Eitt bílastæði á að vera ofan jarðar og eitt á að vera í bílakjallara
Ráðherra og þingmenn lýsa yfir stuðningi við Stein
Pólitík

Ráðherra og þingmenn lýsa yfir stuðningi við Stein

Segir Miðflokkinn geta boðið bandaríska sendiherranum á þorrablót
Pólitík

Segir Miðflokkinn geta boðið bandaríska sendiherranum á þorrablót

Brynjar Níelsson hæðist að veikindum Guðmundar Inga
Pólitík

Brynjar Níelsson hæðist að veikindum Guðmundar Inga

Okkar Borg notast við gervigreindarlag í kosningabaráttunni
Pólitík

Okkar Borg notast við gervigreindarlag í kosningabaráttunni

Guðmundur blæs á sögusagnir um kosningasímtöl frá föngum
Pólitík

Guðmundur blæs á sögusagnir um kosningasímtöl frá föngum

Loka auglýsingu