
Björn Leví Gunnarsson segir ástæðu til að kalla afglöp ríkislögreglustjóra ásetning í stað mistaka.
Fyrrverandi þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson skrifaði stutta en hnitmiðaða Facebook-færslu þar sem hann skrifar um frétt af hinni hörðu gagnrýni sem ríkislögreglustjóri hefur sætt undanfarið. Færslan hefst á tilvísun Björns Levís í frétt um málið:
„"Hörð gagnrýni hefur komið fram á ríkislögreglustjóra eftir að Spegillinn upplýsti að embættið hefði keypt ráðgjöf af ráðgjafarfyrirtækinu Intra ráðgjöf fyrir 160 milljónir síðastliðin fimm ár.“
Það eru til mistök, og svo eru til _mistök_ ... endurtekin mistök.“
Segir Píratinn fyrrverandi að þegar mistök eru endurtekin ítrekað, þá sé um að ræða ásetning.
„Eftir því sem mistökin eru endurtekin oftar, því minna verða þau mistök og frekar ásetningur.
En auðvitað er ekki hægt að viðurkenna ásetning. Það verður að sanna hann. En ég held að það sé auðvelt að segja að það sé tilefni til þess að kalla þetta ásetning frekar en mistök.“
Færslan hefur vakið nokkra athygli en einn af þeim sem skrifar athugasemd segir:
„En embættismannakerfið okkar er skipað fólki úr röðum Sjálfstæðismanna og þar á bæ er hefð fyrir því að hygla vinum sínum og má t.d nefna Kristján Val og Þorstein Samherja, Bjarna og Steinar frá Lindarhvoli, Jón Gunnarsson og Kristján hvalavinur og svona mætti lengi telja.“
Undir þetta tekur Björn Levi, sem lengi hefur verið þyrnir í augum Sjálfstæðismanna: „enda er Sjálfstæðisflokkurinn ekkert nema atvinnumiðlun fyrir vanhæft fólk sem fær ekki vinnu nema með pólitískri aðstoð.“
 
                    
 
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
    
Komment