Eitt huggulegasta einbýli Kópavogs er komið á sölu og er það alveg ljóst um leið og labbað er inn að hér er tekið vel á móti fólki, sérstaklega barnabörnum núverandi eiganda.
Húsið er 344.9m² á stærð en skiptist í tvær eignir og er aukaíbúð á neðri hæð hússins. Í heild eru sjö svefnherbergi í húsinu.
Um er að ræða afar vel staðsett hús með glæsilegu útsýni í grónu fjölskylduhverfi og lokuðum botnlanga við Auðnukór í Kópavogi. Húsið er afar sjarmerandi með mikilli lofthæð, stórum gluggum og vönduðum sérsmíðuðum innréttingum og gólfefnum. Mjög stórar svalir liggja út frá stofum með glæsilegu útsýni yfir höfuðborgina og til fjalla.
Eigendur þess vilja fá 260.000.000 króna fyrir húsið.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment