
Baráttukonan Sema Erla Serdaroglu hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarin ár og þá sérstaklega fyrir störf hennar fyrir hjálparsamtökin Solaris en þau eru hjálparsamtök fyrir flóttafólk og hælisleitendur á Íslandi. Sema stofnaði sjálf samtökin árið 2017.
Vinna Solaris hefur vakið mikla athygli en ekki eru allir hrifnir af starfsemi þeirra. Sema hefur í gegnum árið fengið hatursfull skilaboð send til sín með ýmsum leiðum.
„Þetta hefur fylgt mér svo lengi, eiginlega öll mín fullorðinsár. Um daginn fék ég sms hálffjögur um nóttina sem var ógeðfellt,“ segir Sema í viðtali á Rás 1. „Flest af þessu á sameignlegt að það er ekki verið að tala um það sem ég er að segja eða gera, gagnrýna það heldur eru þetta persónuárásir. Þær taka á sig alls konar myndir.“
Hún hefur oft verið sökuð um gyðingahatur og að vera hryðjuverkamaður, vegna þess að hún er múslimi. Það er hins vegar rangt. „Það skiptir engu þó að ég sé skírð, fermd og trúlaus í dag. Samkvæmt mínum stærstu aðdáendum er þetta bara í genunum og ég hef ekkert um það að segja. Ég er ekki múslimi en það er mikið múslimahatur og ofbeldi sem birtist í áreitinu gagnvart mér og það er ekkert annað en ofbeldi. Það er kannski það sem er merkilegt við þetta.“
Þá hefur henni verið reglulega hótað lífláti og ofbeldi og hefur fjölskylda hennar einnig fengið að heyra slíkt. „Það er hótað að skjóta fjölskylduna mína, mér er hótað nauðgunum og annars konar kynferðisbrotum.“

Komment