
Sérsveit ríkislögreglustjóraViðbragðsaðilar verða áberandi í dag
Mynd: Halldor KOLBEINS / AFP
Sameiginleg æfing Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sérsveitar ríkislögreglustjóra og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fer fram í dag.
Í tilkynningu lögreglu kemur fram að ökutæki viðbragðsaðila kunni að vera meira áberandi í umferðinni en venjulega á meðan æfingin stendur yfir.
Æfingin fer fram víða á höfuðborgarsvæðinu og lýkur um hádegi. Lögreglan biður vegfarendur um að sýna skilning og þolinmæði vegna hennar.
Íbúar í Hafnarfirði munu líklega helst verða varir við æfinguna, samkvæmt tilkynningu lögreglu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment