
Samkvæmt frétt Samstöðvarinnar er hreyfing innan Framsóknarflokksins sem vill að Siv Friðleifsdóttir, fyrrum þingmaður og ráðherra bjóði sig fram sem formann fyrir komandi kosningar. Siv segist þó ekki á þeim buxunum.
Nú þegar hafa þær Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Ingibjörg Isaksen tilkynnt um formannsframboð en í Samstöðin fullyrðir að innvígður heimildarmaður Framsóknarflokksins segi hóp fólks innan hans, vilji að Siv taki skónna af hillunni og bjóði sig fram á móti þeim stallsystrum.
Samstöðin segir ennfremur að mikil óánægja kraumi undir í grasrót Framsóknar, bæði í borginni og úti á landi. Flokkurinn hefur beðið afhroð undanfarið í könnunum og aðeins fimm Framsóknarmenn náðu inn á þing í síðustu kostninum undir stjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar. Hann hefur gefið það út að hann hyggist stíga til hliðar í næstu flokksþingi Framsóknar sem fram fer helgina 14.-15. febrúar.
Mannlíf hafði samband við Siv og spurði hvort hún hyggðist bjóða sig fram til formanns Framsóknar. Svarið var stutt en skorinort:
„Er ekki að íhuga framboð.“

Komment