1
Pólitík

„Hreinlegast væri nú fyrir Heiðu að draga sig í hlé“

2
Heimur

Áhyggjur af heilsu Trumps magnast: Marblettir, ruglingur og merki um hnignun

3
Heimur

Þrír látnir og margir slasaðir eftir harmleiki á Kanarí

4
Innlent

Maðurinn er fundinn

5
Heimur

Ný myndbönd stangast á við frásögn yfirvalda af skotárásinni í Minneapolis

6
Innlent

Athafnamaður braust inn í íbúð vegna „arabatónlistar“ og hundakúks

7
Innlent

Einn liggur þungt haldinn á gjörgæslu

8
Fólk

Hverfishetja selur í Árbænum

9
Innlent

Barn gripið á rúntinum

10
Innlent

Sólveig Anna er trítilóð út í RÚV

Til baka

Sjaldséðir dauðarokkarar snúa aftur

Dauðarokksveisla haldin í Hellinum

patronian-band (1)
PatronianSmári Tarfur stígur á svið með bandi sínu
Mynd: Aðsend

Þungarokksunnendur á suðvesturhorninu eiga von á öflugri tónlistarupplifun fimmtudaginn 19. febrúar þegar haldið verður þungarokkskvöld í Hellinum í Tónlistarþróunarmiðstöðinni við Hólmaslóð á Granda. Þar stíga á svið Patronian, Duft, Ultra Magnus og Bergmenn, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Kvöldið verður opnað af Bergmönnum, tríói ungra tónlistarmanna úr Grundarfirði sem deila mikilli ástríðu fyrir rokktónlist og hafa verið að láta að sér kveða.

Aðalnúmer kvöldsins er dauðarokksveitin Patronian, sem kemur sjaldan fram á tónleikum. Sveitin var stofnuð árið 2021 af Smára Tarfi, gítarleikara og söngvara, sem sneri þá aftur í þungarokksræturnar eftir ferðalag um ólíka tónlistarstíla. Fyrsta plata sveitarinnar, Stabbed with Steel, kom út haustið 2022 og vakti strax athygli, meðal annars með því að vera valin ein af tíu bestu plötum ársins hjá Scars & Guitars. Sveitin hefur hlotið lof fyrir beittar lagasmíðar og kraftmikla spilamennsku, og er því hér um einstakt tækifæri að ræða fyrir aðdáendur þungarokks.

Duft hefur verið á miklu flugi eftir útgáfu fyrstu plötu sinnar, Altar of Instant Gratification, vorið 2024. Sveitin leikur níðþunga blöndu af harðkjarna- og öfgarokki þar sem grimmur og þéttur hljóðheimur dregur upp dökka mynd af framtíð mannkynsins.

Duft 6-2 (1)
Mynd: Aðsend

Ultra Magnus er þriggja manna stoner- og sludge-metal sveit frá Reykjavík, stofnuð árið 2021. Tónlist þeirra er innblásin af köldu og vindasömu veðurfari landsins og einkennist af þungri tónlist, hávaða og einbeittum flutningi.

Ultra Magnus (1)
Ultra Magnus
Mynd: Aðsend

Tónleikarnir fara fram í Hellinum í TÞM, Hólmaslóð 2. Húsið opnar klukkan 18 og fyrsta hljómsveit stígur á svið klukkan 19. Miðaverð er 2.990 krónur og engin aldurstakmörk eru á viðburðinum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Ólíklegt að Eyþór bjóði sig fram
Pólitík

Ólíklegt að Eyþór bjóði sig fram

Háværar sögur hafa heyrst um endurkomu borgarfulltrúans
Ólafur Ragnar slær í gegn á TikTok
Fólk

Ólafur Ragnar slær í gegn á TikTok

Lögreglan staðfestir að líkið sé af hinni 18 ára Hönnu
Heimur

Lögreglan staðfestir að líkið sé af hinni 18 ára Hönnu

Birti sláandi myndband af akstri langferðabíls
Myndband
Landið

Birti sláandi myndband af akstri langferðabíls

Þrír látnir og margir slasaðir eftir harmleiki á Kanarí
Heimur

Þrír látnir og margir slasaðir eftir harmleiki á Kanarí

Finneas rífur yfirvöld í Bandaríkjunum í sig eftir morðið á Petti
Heimur

Finneas rífur yfirvöld í Bandaríkjunum í sig eftir morðið á Petti

Athafnamaður braust inn í íbúð vegna „arabatónlistar“ og hundakúks
Innlent

Athafnamaður braust inn í íbúð vegna „arabatónlistar“ og hundakúks

Valur gagnrýnir íslensk yfirvöld harðlega
Innlent

Valur gagnrýnir íslensk yfirvöld harðlega

Bæjarstjórinn þorði ekki í viðtal vegna klúðurs í Kársnesskóla
Pólitík

Bæjarstjórinn þorði ekki í viðtal vegna klúðurs í Kársnesskóla

Donald Trump tjáir sig um skotárásina í Minneapolis
Heimur

Donald Trump tjáir sig um skotárásina í Minneapolis

Einn liggur þungt haldinn á gjörgæslu
Innlent

Einn liggur þungt haldinn á gjörgæslu

Fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins ekki lengur atvinnulaus
Innlent

Fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins ekki lengur atvinnulaus

Menning

Sjaldséðir dauðarokkarar snúa aftur
Menning

Sjaldséðir dauðarokkarar snúa aftur

Dauðarokksveisla haldin í Hellinum
Eftirtektarvert listaverk ekki á vegum borgarinnar
Menning

Eftirtektarvert listaverk ekki á vegum borgarinnar

Lilja María býður upp á huldar slóðir
Menning

Lilja María býður upp á huldar slóðir

Bergrún Snæbjörnsdóttir gefur út fyrstu breiðskífuna
Menning

Bergrún Snæbjörnsdóttir gefur út fyrstu breiðskífuna

„Skömm sveitarfélaga og stjórnvalda er mikil“
Viðtal
Menning

„Skömm sveitarfélaga og stjórnvalda er mikil“

Loka auglýsingu