
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 við Reykjanes Staðsetning jarðskjálfta vestur af Reykjanesi 31. ágúst 2025.
Jarðskjálfti sem var af stærðinni 3,2 mældist í sjónum vestan við Reykjanesskaga, klukkan 4:48 í nótt.
Varð skjálftinn á 6,4 km dýpi, 5,5 km vestnorðvestur af Reykjanestá.
Vitað er að jarðskjálftar séu ansi algengir á þessum stað og er líklegasta skýring á skjálftanum flekahreyfingar en eigi hafa borist tilkynningar um að skjálfti þessi hafi fundist í byggð.
Skjálftinn er varð í Krýsuvík um hádegisbilið í gær fannst nokkuð vel í byggð og var hann af stærðinni 3,1.
Svo virðist sem skjálftanir tveir tengist ekki nema að því leyti að þeir voru báðir flekahreyfingaskjálftar.
Komment