1
Fólk

Jóhanna Guðrún gerði kaupmála við eiginmanninn

2
Menning

Dóra hjólar í Ríkisútvarpið

3
Peningar

Íslenskur auðjöfur segist hafa borgað alltof mikið í skatt

4
Innlent

Kona tekin með kók á Keflavíkurflugvelli

5
Fólk

LEGO-hús til sölu í Seljahverfi

6
Heimur

TikTok-stjarna líflátin opinberlega

7
Innlent

Grunsamlegar mannaferðir í Árbænum

8
Heimur

Þrír látnir í brimi við Tenerife

9
Innlent

Ofbeldismaður rifbeinsbraut bróður sinn

10
Innlent

Landasali á ferð

Til baka

Skjöldur Íslands hefur lokað Facebook-hópnum sínum

Sjálfskipaðir verndarar íslenskra gilda horfnir af Facebook

Skjöldur Íslands
Skjöldur ÍslandsMeðlimir á röltinu
Mynd: Facebook

Öfga-hægri hópurinn Skjöldur Íslands, sem inniheldur sjálfskipaða verndarar íslenskra gilda og kvenna, hafa nú annað hvort eytt Facebook-hópnum sínum eða falið hann fyrir öðrum en meðlimum hans.

Hópurinn vakti athygli á dögunum eftir að þeir sáust ganga um miðbæ Reykjavíkur, merktir nafni félagsskaparins, Skjöldur Íslands, þar sem þeir sinntu að eigin sögn öryggisgæslu til að vernda konur frá erlendum mönnum. Hópurinn deildi myndböndum og frásögnum af svokölluðu afskiptaleysi lögreglunnar þegar útlendur maður var „sveiflandi sverðum“ á Ingólfstorgi. Fréttir af hópnum hefur vakið nokkurn ugg í samfélaginu enda skýr tengsl við öfga-þjóðernishópa og hugmyndir. Notar til dæmis hópurinn rauðan riddarakross í merki sínu, sem var merki kristinna krossfara á 12. öld sem vernduðu Jerúsalem og drápu múslima. Norski hryðjuverkamaðurinn Breikvik notaði sama kross í stefnuyfirlýsingu sinni árið 2011.

En nú er sem sagt ekki lengur hægt að finna Skjöldur Íslands hópinn á Facebook, þar sem annað hvort er búið að eyða honum eða fela hann fyrir utanaðkomandi aðilum.

Fólkið á bakvið skjöldinn

Sigurrós Yrja Jónsdóttir stofnaði hópinn en aðrir stjórnendur hópsins á Facebook eru þeir Gylfi Jónsson, maki Sigurrósar Yrju, Sveinn Hjörtur Guðfinnsson og Sindri Daði Rafnsson.

Þá hafa þeir Daníel Freyr Sævarsson og Sigfús Aðalsteinsson verið virkið hingað til í hópnum en Sigfús vakti gríðarlega athygli á dögunum er hann stofnaði hópinn Ísland - þvert á flokka, sem stóð fyrir mótmælafundum á Austurvelli, gegn stefnu íslenskra stjórnvalda í innflytjenda- og hælisleitendamálum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Reynir lenti í lífsháska á hæsta fjalli Afríku
Fólk

Reynir lenti í lífsháska á hæsta fjalli Afríku

„Ég ætla frekar að snúa við heldur en að drepast hérna“
Frammistaða Sigmundar Davíðs illa séð
Pólitík

Frammistaða Sigmundar Davíðs illa séð

Íslenskur auðjöfur segist hafa borgað alltof mikið í skatt
Peningar

Íslenskur auðjöfur segist hafa borgað alltof mikið í skatt

Björn Leví hefur trú á Sjálfstæðisflokknum
Pólitík

Björn Leví hefur trú á Sjálfstæðisflokknum

Sigríður Björk lætur af embætti
Innlent

Sigríður Björk lætur af embætti

Jóhanna Guðrún gerði kaupmála við eiginmanninn
Fólk

Jóhanna Guðrún gerði kaupmála við eiginmanninn

Enski boltinn orðinn 65% dýrari á einu ári
Innlent

Enski boltinn orðinn 65% dýrari á einu ári

Boða nýjung í málefnum ungmenna
Innlent

Boða nýjung í málefnum ungmenna

Grunsamlegar mannaferðir í Árbænum
Innlent

Grunsamlegar mannaferðir í Árbænum

TikTok-stjarna líflátin opinberlega
Heimur

TikTok-stjarna líflátin opinberlega

Innlent

Sigríður Björk lætur af embætti
Innlent

Sigríður Björk lætur af embætti

Ofbeldismaður rifbeinsbraut bróður sinn
Innlent

Ofbeldismaður rifbeinsbraut bróður sinn

Enski boltinn orðinn 65% dýrari á einu ári
Innlent

Enski boltinn orðinn 65% dýrari á einu ári

Boða nýjung í málefnum ungmenna
Innlent

Boða nýjung í málefnum ungmenna

Grunsamlegar mannaferðir í Árbænum
Innlent

Grunsamlegar mannaferðir í Árbænum

Loka auglýsingu