
Í dagbók lögreglu frá því í nótt er greint frá því að lögreglan hafi fengið tilkynningu um þjófnað inn á stofnun í Laugardalnum og er málið í rannsókn að sögn lögreglu.
Í Laugardalnum var einnig tilkynnt um slagsmál á bar í hverfinu og var einn handtekinn vegna málsins og vistaður í fangaklefa.
Meintur fíkniefnasali flúði undan lögreglu en hún náði í skottið á honum fyrir rest og var hann vistaður í fangaklefa.
Ekið var á barn á reiðhjóli í Hafnarfirði slasaðist barnið lítillega. Einnig var tilkynnt um mann sem gekk berserksgang í Hafnarfirði. Viðkomandi hafði meðal annars brotið rúðu en hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa.
Grunsamlegir menn löbbuðu milli bíla og voru að kíkja inn í þá að sögn lögreglu.
Svo voru nokkrir ökumenn teknir fyrir að aka undir áhrifum.
Komment