
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út rétt fyrir klukkan 13:00 í dag að fjölbýlishúsi á Kleppsvegi. Var talið að eldur hefði kviknað undir klæðningunni en þegar betur var að gáð, reyndist aðeins um reyk að ræða og mikinn hita.

Samkvæmt upplýsingum Mannlífs voru dælurbílar sendir á vettvang frá öllum fjórum stöðvum slökkviliðsins og tveir kranabílar.
„Það var nú enginn eldur en það var mikill reykur og hiti þegar þeir komu á staðinn, utan á húsinu, milli klæðningar og veggjar. Og þeir eru að rífa frá klæðninguna núna,“ segir Ásgeir hjá slökkviliðinu en Mannlíf ræddi við hann í síma.

Ekki er vitað um orsökin enn sem komið er en slökkviliðið vinnur nú hörðum höndum á vettvangi.
Komment