
Snorri Másson er allt annað en ánægður með blaðamann Vísis, Kjartan Kjartansson, vegna myndaval hans við frétt um þingmanninn.
Aðalfrétt Vísis í morgun var frétt um meintan rasisma Snorra Mássonar, varaformanns Miðflokksins en myndin sem valin var á fréttina fer fyrir brjóstið á Snorra en myndin sýnir þingmanninn með tveggja ára son sinn í fanginu.
Snorri skrifaði snarpa Facebook-færslu þar sem hann kallar gjörning blaðamannsins „magnaða nýja lægð“.
„Já, hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð sem Kjartan Kjartansson, blaðamaður Vísis, hefur náð með myndavali í þessari „fréttagrein“, þar sem enginn annar en tveggja ára sonur minn fær að prýða forsíðuna ásamt staðlausum ásökunum um ímyndaðan rasisma föðurins?“
Færslan hefur vakið mikla athygli en þegar frétt þessi er skrifuð hafa um 200 manns líkað við hana og fjölmargir tjáð sig í athugasemdum.

Komment