1
Pólitík

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“

2
Heimur

Tölvuhakkarar hafa lamað herskyldukerfi Rússa í mánuði

3
Innlent

Klámvenjur Íslendinga afhjúpaðar

4
Heimur

Donald Trump varar við „mjög alvarlegum hefndaraðgerðum“ eftir banvæna árás í Sýrlandi

5
Innlent

Dómur í morðmáli Margrétar Löf kveðinn upp á morgun

6
Innlent

Eldur tengir RÚV og hinsegin fólk við hryðjuverkaárásina í Ástralíu

7
Innlent

Íslendingur dæmdur fyrir að stofna lífum annarra í hættu

8
Heimur

Fyrrverandi klámleikkona sakfelld fyrir morð á eiginmanni sínum

9
Heimur

Matarsendill sprautaði piparúða yfir skyndibita viðskiptavina

10
Fólk

Reffilegt glæsihús neðst í botnlanga til sölu

Til baka

Sonur Hildar verður fyrir gegndarlausu einelti á Akureyri

„Við erum bæði brotin, sár og reið“

Akureyri
Mynd: Wikipedia/Skapti Hallgrímsson

Hildur Friðriks, móðir 15 ára drengs í 10. bekk á Akureyri lýsir miklum áhyggjum af stöðugu einelti sem sonur hennar hefur orðið fyrir um árabil. Í opinskárri Facebook-færslu segir hún drengurinn hafa listræna hæfileika, mikinn sköpunarkraft og áhuga á leiklist, tónlist og myndlist, en á sama tíma glími hann við ADHD, misþroska, málþroskaröskun, mótþróaþrjóskuröskun og ógreindan genagalla.

Drengurinn, sem heitir Erik, hefur unnið að tónlist, stuttmyndum og teiknimyndasögum og dreymir um að eignast vini. Samkvæmt móðurinni hefur það reynst erfitt vegna þess að hann á í erfiðleikum með félagsleg samskipti og túlkun þeirra.

Í færslunni segir móðir hans að hann hafi orðið fyrir bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi og þurft að þola móðganir, hótanir og sár orð á samfélagsmiðlum. Sum skilaboð hafi verið svo alvarleg að hann hafi hringt í neyðarlínuna.

„Hann hefur lent i allskonar árásum líkamlega og andlega, ég hef þurft að taka af honum samskiptamiðla sem ég fylgist með og símann, vegna ógeðslegra skilaboða sem hafa hrætt hann það mikið að hann hefur hringt i neyðarlínuna.“

Erik byrjaði í nýjum skóla í haust sem móðirin segir að mæti honum betur en fyrri skólinn. Þrátt fyrir það hafi eineltið haldið áfram og að krakkarnir fundið nýjar leiðir til að beita hann sálrænu ofbeldi. Drengnum hafi meðal annars verið sagt að „hverfa“, „drepa sig“, að enginn vilji vera vinur hans og að hann „ætti ekki heima hér“. Einnig hafi honum verið strítt fyrir að leika við yngri frændsystkini og kallaður „barnaperri“ vegna þess .

Móðirin segir að krakkar hafi jafnvel blekkt hann til að mæta á opin hús og böll í þeim tilgangi að gera grín að honum. Hann hafi alltaf komið heim eftir örfáar mínútur og þorir nú ekki lengur að taka þátt.

„Hvað er næsta skref hjá móður og barni sem hafa barist fyrir hans tilverurétt?? Get sagt það að við bæði erum brotin, sár og reið, hvað næst? Ég mun halda áfram að styrkja son minn og vona að samfélag af okkar ungmennum muni verða betri i að virða fjölbreytileika, foreldrar talið við börnin ykkar. Kveðja mjög svo búin sár móðir “ skrifar Hildur að lokum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Nick hnakkreifst við foreldra sína í jólaveislu Conan O´Brien
Heimur

Nick hnakkreifst við foreldra sína í jólaveislu Conan O´Brien

„Við höfum reynt allt“
Sir Cliff Richard opnar sig um blöðruhálskrabbamein
Heimur

Sir Cliff Richard opnar sig um blöðruhálskrabbamein

Dómur í morðmáli Margrétar Löf kveðinn upp á morgun
Innlent

Dómur í morðmáli Margrétar Löf kveðinn upp á morgun

Sveitarfélög á Austurlandi saka ríkið um svikin loforð
Landið

Sveitarfélög á Austurlandi saka ríkið um svikin loforð

Lögreglan eykur eftirlit með skotvopnum
Innlent

Lögreglan eykur eftirlit með skotvopnum

Kona dæmd fyrir að valda dauða manns á rafhlaupahjóli
Myndband
Heimur

Kona dæmd fyrir að valda dauða manns á rafhlaupahjóli

OnlyFans stjarnan Annie Knight varar aðra við eftir alvarlegt atvik
Heimur

OnlyFans stjarnan Annie Knight varar aðra við eftir alvarlegt atvik

Innkalla grjónagraut vegna aðskotahlutar
Innlent

Innkalla grjónagraut vegna aðskotahlutar

Íslendingur dæmdur fyrir að stofna lífum annarra í hættu
Innlent

Íslendingur dæmdur fyrir að stofna lífum annarra í hættu

Sonurinn er grunaður um morðið á Rob og Michele
Heimur

Sonurinn er grunaður um morðið á Rob og Michele

Allt sem vitað er um feðgana á Bondi-ströndinni
Heimur

Allt sem vitað er um feðgana á Bondi-ströndinni

Klámvenjur Íslendinga afhjúpaðar
Innlent

Klámvenjur Íslendinga afhjúpaðar

Ferðamanni bjargað úr sjávarháska á Tenerife
Heimur

Ferðamanni bjargað úr sjávarháska á Tenerife

Innlent

Dómur í morðmáli Margrétar Löf kveðinn upp á morgun
Innlent

Dómur í morðmáli Margrétar Löf kveðinn upp á morgun

Er ákærð fyrir að hafa myrt föður sinni og reynt að myrða móður sína
Stefán Máni segir íslenskar kvikmyndir tilgerðarlega þvælu
Innlent

Stefán Máni segir íslenskar kvikmyndir tilgerðarlega þvælu

Lögreglan eykur eftirlit með skotvopnum
Innlent

Lögreglan eykur eftirlit með skotvopnum

Innkalla grjónagraut vegna aðskotahlutar
Innlent

Innkalla grjónagraut vegna aðskotahlutar

Íslendingur dæmdur fyrir að stofna lífum annarra í hættu
Innlent

Íslendingur dæmdur fyrir að stofna lífum annarra í hættu

Klámvenjur Íslendinga afhjúpaðar
Innlent

Klámvenjur Íslendinga afhjúpaðar

Loka auglýsingu