Í dagbók lögreglu frá því í gærkvöldi og í nótt er greint frá því að tilkynnt hafi verið um líkamsárás í miðbænum, en þar hafði aðili fengið höfuð áverka eftir að hafa fengið spark í andlitið.
Þá var einnig tilkynnt um innbrot í heimahús þar sem skartgripum var stolið.
Ökumaður bifreiðar var stöðvaður við almennt eftirlit. Ökumaðurinn var að aka á gildra ökuréttinda ásamt því að aka undir áhrifum áfengis. Aðilinn handtekinn og laus að lokinni sýnatöku.
Skráningarmerki var tekin af ótryggðum ökutækjum. Tilkynnt var um grunsamlegar mannaferðir en aðilarnir fundust ekki.
Einn var fluttur á sjúkrahús eftir umferðarslys og þá fékk lögreglan tilkynningu um heimilisofbeldi.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment