
Eitt þekktasta leikrit allra tíma er nú sýnt á fjölum Borgarleikhússins, Hamlet eftir William Shakespear en leikritið hefur hlotið mismunandi dóma gagnrýnenda. Í nýjasta blaði Heimildarinnar fer Sigríður Jónsdóttir leikhúsgagnrýnandi yfir sýninguna og gefur henni þrjár og hálfa stjörnu. Segir hún sýninguna sérlega forvitnilega en skilji eftir tilfinningalegt tómarúm.
Leikstjóri Hamlets, Kolfinna Nikúlásdóttir var í viðtali hjá Guðrúnu Sóleyju Gestsdóttur í Kastljósinu í fyrradag en athygli vakti þegar Guðrún Sóley spurði leikstjórann um mannlega þáttinn í leikritinu. Sagði Kolfinna það vera fyrir neðan hennar virðingu að svara því.
„Ég get ekki svarað þessari spurningu því hún er á það lágu plani. Það er algjörlega fyrir neðan mína virðingu að tala um eitthvað svona sammanlegt. Þetta eru gamlar og úreltar hugmyndir og orð, sammanlegt, vegna stéttarskiptingu. Það er svo mikil blinda á raunveruleika fólks sem hefur aðgengi eða er ekki ... já eða hefur það ekki jafn gott og aðrir en ekki það að ég ætli að vera einhver kommúnisti, skilurðu en þetta eru bara staðreyndir.“
Að lokum svarar hún þó spurningunni almennilega og nefni missi.
„Jú, svo sem, missir, ef við ætlum að velja eitthvað eitt. Þá er það missir. Þetta er náttúrulega um föðurmissi og listin að syrgja og við förum þangað og erum þar.“
Að lokum spyr Guðrún Sóley Kolfinnu út það hvernig sambandi hennar við Shakespear sé háttað og ekki stendur á svari:
„Ég held að þetta sé svolítið þannig að hann er sæðisgjafinn. Eða hann er heilagur andi og ég er María Mey. Og þá er Sigurbjartur Jósep og verkið er Jesúbarnið, frelsarinn,“ segir Kolfinna með bros á vör.
Hægt er að sjá viðtalsbútinn hér.

Komment