
Fjölmiðlamaðurinn Stefán Einar Stefánsson ákvað að hæðast að rithöfundinum Nönnu Rögnvaldardóttur í nýlegum þætti Þjóðmála en um er að ræða hlaðvarp sem Gísli Freyr Valdórsson stýrir.
Margir muna eftir Gísla úr heimi stjórnmálanna þegar hann var aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þáverandi innanríkisráðherra, en hann var dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir sinn hlut í lekamálinu svokallaða.
„Ekki smekkleg kona“
Stefán var gestur í Þjóðmálum og var verið að ræða matreiðslu. Upp úr þurru fór Stefán að ræða um Nönnu en hún hefur skrifað fjölda bóka um matargerð og matarsögu, þar á meðal Matarást sem var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
„Mér fannst Nanna Rögnvaldar ekki smekkleg kona en svo virðist hún hafa farið á Ozempic og hún er bara orðin eins og færeyskt skerpikjöt. Hver vill borða mat frá svona konu? Mynduð þið kaupa matreiðslubækur frá henni? Ég bara missi matarlystina við tilhugsunina,“ og vöktu ummæli hans mikla gleði Harðar Ægissonar, sem var einnig gestur, og Gísla. Þá hló Stefán einnig mikið að eigin ummælum.
„Ég hef verið að velta þessu fyrir mér að undanförnu,“ sagði fjölmiðlamaðurinn svo að lokum.

Komment