1
Innlent

Barn flutt á bráðamóttökuna

2
Fólk

Dóninn á barnum varð síðar formaður verkalýðsfélags

3
Innlent

Friðrik fór inn á athafnasvæði lögreglu án leyfis

4
Fólk

Þekktasti tengdasonur Íslands dásamar íslenska náttúru

5
Heimur

Karlmaður reyndi að koma látinni konu í flug á Tenerife

6
Heimur

Hanna var mögulega handtekin daginn áður en hún hvarf

7
Fólk

Hús sem hefur séð fleiri hnébeygjur en fermingar til sölu

8
Innlent

Segir að Stefán Einar hafi verið „rjóður af kampaþambi“

9
Fólk

Kristján segist ekki vera „rasisti“

10
Innlent

MAST varar við salmonellukjúklingi

Til baka

Segir að Stefán Einar hafi verið „rjóður af kampaþambi“

Katrín Oddsdóttir segir frá því þegar hún hitti fjölmiðlamanninn í veislu

Katrín Oddsdóttir
Katrín OddsdóttirHefur starfað sem lögmaður í fjölda ára
Mynd: Réttur

Ummæli Stefáns Einars Stefánssonar, blaðamanns Morgunblaðsins, í hlaðvarpsþættinum Þjóðmál hafa verið eitt helsta umræðuefni Íslands síðan í fyrradag en þá greindu fjölmiðlar frá því að fjölmiðlamaðurinn hafi hæðst Nönnu Rögnvaldardóttur og gert lítið úr henni.

„Mér fannst Nanna Rögnvaldar ekki smekkleg kona en svo virðist hún hafa farið á Ozempic og hún er bara orðin eins og færeyskt skerpikjöt. Hver vill borða mat frá svona konu? Mynduð þið kaupa matreiðslubækur frá henni? Ég bara missi matarlystina við tilhugsunina,“ sagði Stefán Einar í þættinum.

Síðan þá hefur Stefán sagt að um samfélagsádeilu hafi verið að ræða og sakaði í kjölfarið annað fólk að tala illa um sig í athugasemdakerfum Facebook og fjölmiðla.

Ein þeirra sem hafa tjáð sig um Stefán er Katrín Oddsdóttir, lögmaður og baráttukona.

„Fallegt finnst mér hópáfallið sem virðist hafa framkallast við opinberun um að sjálfskipuðum siðferðisklerki “vonda fólksins” finnist ekkert athugavert við að vera með vondar skoðanir,“ skrifar Katrín um málið.

„Stjórnmálafólk elskar ofnotaða frasann um að ekki fari saman hljóð og mynd. En mynd og hljóð smellpössuðu að mínu mati þegar hlaðvarpsstirnið taldi sig hafa verið að gera flott grín með því að rakka niður líkamlegt útlit konu og samsama því svo ævistarfi hennar með falleinkunn,“ sagði í kjölfarið sögu af kynnum þeirra Stefáns.

„Ég rakst á Stefán Einar, sem ég þekki ekki, í partýi fyrir áramót. Hann sá mig álengdar og rauk til mín rjóður af kampaþambi. Með áfergjuglampa í uppglentum augum tilkynnti hann mér skælbrosandi að ég hataði hann. Ég neyddist til að valda honum vonbrigðum með uppljóstrun um að ég hata enga manneskju og hvað þá hann. Hann sperrtist enn frekar upp og fullyrti gírugur að hann YRÐI að fá mig í viðtal til sín. Lítið gaf ég út á það og mjakaði mér glottandi burt, enda finnst mér almennt frekar gaman að svona svallrugli,“ skrifaði lögmaðurinn.

Tímamót í samfélaginu

„Ég get þó upplýst hér að fátt langar mig minna en að dansa eftir þeim sorglega, meinfýsna og skrattaskemmtandi takti sem Stefán virðist njóta að spila úr svartholinu á sér. Til hvers?

Það tók tíma og kostaði fórnir að byggja upp okkar menningarsinnaða og mannréttindamiðaða velferðarsamfélag. Það er ekki fullkomið frekar en önnur mannanna verk en við eigum það saman og það er dýrmætt. Það er hægt að brenna heila borg á einni nóttu þótt það hafi tekið aldir að byggja hana,“ segir Katrín og telur að íslenskt samfélag sé á einhvers konar tímamótum.

„Ég vona að það muni reynast okkur sem samfélagi áfall sem allra lengst þegar hatur og mannfyrirliting opinbera sig. Þó það sé ekki nema bara fyrir það að á meðan viðbrögð áfallsins framkallast þá vitum við að enn hefur ekki tekist að normalísera innantóma firringuna og afmennskunina,“ skrifar hún að lokum

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Varað við neyslu lífrænna nýrnabauna
Innlent

Varað við neyslu lífrænna nýrnabauna

Innkallaðar vegna ólöglegs varnarefnis
Rithöfundar og fræðimenn þrýsta á bresk yfirvöld vegna hungurverkfallsfanga
Heimur

Rithöfundar og fræðimenn þrýsta á bresk yfirvöld vegna hungurverkfallsfanga

Trump gaf starfmanni Ford-verksmiðju fingurinn
Myndband
Heimur

Trump gaf starfmanni Ford-verksmiðju fingurinn

Lektor segir fullyrðingar Ingu Sæland hreina þvælu
Innlent

Lektor segir fullyrðingar Ingu Sæland hreina þvælu

Glúmur minnist föðurafa síns
Fólk

Glúmur minnist föðurafa síns

Matvælastofnun varar við neyslu á þekktu tei
Innlent

Matvælastofnun varar við neyslu á þekktu tei

Karlmaður beitti sambýliskonu hrottalegu ofbeldi
Innlent

Karlmaður beitti sambýliskonu hrottalegu ofbeldi

Bleikjuseiði sluppu úr keri við Tálknafjörð
Landið

Bleikjuseiði sluppu úr keri við Tálknafjörð

Þekktasti tengdasonur Íslands dásamar íslenska náttúru
Myndband
Fólk

Þekktasti tengdasonur Íslands dásamar íslenska náttúru

Alexandra lætur Trump finna til tevatnsins
Pólitík

Alexandra lætur Trump finna til tevatnsins

Kristján segist ekki vera „rasisti“
Fólk

Kristján segist ekki vera „rasisti“

Danskt herskip mætt á Seyðisfjörð
Landið

Danskt herskip mætt á Seyðisfjörð

Selja einstakt einbýlishús með óviðjafnanlegu Esjuútsýni
Myndir
Fólk

Selja einstakt einbýlishús með óviðjafnanlegu Esjuútsýni

Innlent

Segir að Stefán Einar hafi verið „rjóður af kampaþambi“
Innlent

Segir að Stefán Einar hafi verið „rjóður af kampaþambi“

Katrín Oddsdóttir segir frá því þegar hún hitti fjölmiðlamanninn í veislu
„Umræða án virðingar er ekki frjáls umræða“
Innlent

„Umræða án virðingar er ekki frjáls umræða“

Varað við neyslu lífrænna nýrnabauna
Innlent

Varað við neyslu lífrænna nýrnabauna

Lektor segir fullyrðingar Ingu Sæland hreina þvælu
Innlent

Lektor segir fullyrðingar Ingu Sæland hreina þvælu

Matvælastofnun varar við neyslu á þekktu tei
Innlent

Matvælastofnun varar við neyslu á þekktu tei

Karlmaður beitti sambýliskonu hrottalegu ofbeldi
Innlent

Karlmaður beitti sambýliskonu hrottalegu ofbeldi

Loka auglýsingu