1
Innlent

Prófessor segir „rógi“ og „níði“ hafa verið dreift innan Háskóla Íslands

2
Innlent

Einar Þór minnist Björgvins Gíslasonar sem lést á dögunum

3
Innlent

Hödd hrygg yfir viðbrögðum vegna máls Ásthildar Lóu

4
Skoðun

Þeir sem þröngva sér ofan á aðra

5
Fólk

Anna segir allt stefna í almenna herkvaðningu á Íslandi

6
Heimur

Maður ákærður fyrir að setja ofurlím í drykk samstarfskonu sinnar

7
Innlent

Björgunarsveitir sendar út til bjargar manni á Eyjafjallajökli

8
Fólk

Áslaug Arna sumarleg á nýrri ljósmynd

9
Pólitík

Egill segir Íslendinga ekki geta sætt sig við hótanir gegn Grænlandi

10
Innlent

Lögreglan rannsakar rán og líkamsárás ungmenna

Til baka

Stefán opnar sig um deilur við Morgunblaðið

Lögfræðingar voru settir í þetta viðkvæma mál

Stefán Pálsson sagnfræðingur
Stefán Pálsson vildi grínastMogganum fannst það ekki fyndið
Mynd: YouTube/Skjáskot

Í dag tilkynnti Árvakur að félagið hefði sett nýtt app í loftið en það heitir Mogginn og er ætlað að vera app-útgáfa af Morgunblaðinu. Að sögn Árvakurs mun þetta brjóta blað í miðlum frétta á Íslandi.

Í kjölfar þeirra frétta rifjar sagnfræðingurinn og varaborgarfulltrúinn Stefán Pálsson upp deilur sínar við Morgunblaðið fyrir mörgum árum síðan.

„Fyrir mörgum árum var ég í hópi sem stofnaði vefrit til að vera með gamanmál. Við tyggðum okkur netfangið Mogginn-punktur-com. Ekki leið á löngu þar til við fengum reiðilegt símtal frá Árvakri þar sem við vorum kallaðir á fund með einhverjum yfirmanni og lögfræðingi og okkur hótað öllu illu, dómsmálum og skaðabótakröfum. Morgunblaðið ætti Mogga-nafnið og þetta væri því gróft brot,“ skrifar Stefán á Facebook um deilurnar.

„Við bentum á að Árvakur væri vissulega með skráð vörumerkið Morgunblaðið, en allt öðru máli gilti um Mogga-heitið. Þetta taldi lögfræðingurinn engu máli skipta, þar sem blaðið ætti hefðarrétt á þessu gælunafni. Nema hvað að Morgunblaðið hafði alltaf tekið sig svo alvarlega að það notaði aldrei þetta Mogga-nafn. Eina dæmið sem lögfræðingar blaðsins gátu dregið fram var að um nokkurra ára skeið höfðu „Myndasögur Moggans“ birst á barnasíðum blaðsins. Það fannst okkur nú frekar rýr grunnur að hefðarrétti og veikt efni í dómsmál.“

Sagnfræðingurinn segir að hópurinn hafi ekki nennt að standa í þessu þjarki og hafi skipt um nafn. Það hafi þó ekki liðið margir dagar þar til að Morgunblaðið hafi tilkynnt um opnum „Moggabúðarinnar“ sem seldi ýmsan varning tengdan fyrirtækinu.

„Það virtist nokkuð augljóst að lögfræðideildin hafði gefið út fyrirskipun um að treysta eignarhald félagsins á Mogganafninu betur í sessi. Og núna er Mogginn ekki lengur feiminn við að kalla sig Mogga.“


Komment


Áslaug Arna2
Fólk

Áslaug Arna sumarleg á nýrri ljósmynd

Gaza
Heimur

Lík 14 heilbrigðisstarfsmanna fundin á Gaza

Trumo-og-Putin.width-800
Heimur

Donald Trump segist vera bálreiður út í Pútín

|
Innlent

Einar Þór minnist Björgvins Gíslasonar sem lést á dögunum

Lögreglan
Innlent

Maður vopnaður hnífi handtekinn

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra
Fólk

Össur hæðist að Morgunblaði Davíðs Oddssonar

Egill Helgason
Pólitík

Egill segir Íslendinga ekki geta sætt sig við hótanir gegn Grænlandi

rumeysa-ozturk
Heimur

Alríkisdómari stöðvaði brottflutning tyrkneska doktorsnemans tímabundið