
Stefán Pálsson sagnfræðingur sendir pillu á sína gömlu skólasystur, Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra, í Facebook-færslu í gær.
Í upphafi færslunnar vitnar Stefán í orð ráðherrans sem hún lét falla á Alþingi í gær:
„Auðvitað viljum við að háskólarnir séu alþjóðlegir í öllu sínu starfi og það er ákveðið súrefni fyrir háskóla að svo sé. Einhver yfirhalning frá fínum mönnum í háskólanum að hlutirnir séu ekki eins og þeir eru. Ég er með gögn og yfirlýsingar frá þeim sem til þekkja og ég bregst við í samræmi.“
Spyr Stefán hver hafi ráðlagt Þorbjörgu að reyna að vera léleg eftirherma af Jóni Gunnarssyni, fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Hér er dómsmálaráðherra að svara málefnalegri gagnrýni frá Gauta Kristmannssyni með skætingi. Hver er eiginlega að ráðleggja minni gömlu skólasystur að það sé hipp og kúl að reyna að vera slöpp Jóns Gunnarssonar-eftirherma?“ skrifar sagnfræðingurinn hrokkinhærði og segir síðan að lokum:
„Það er ekki tækt fyrir ráðherra að rökstyðja mál sín með vísunum í einhver leyniskilaboð sem enginn annar hefur fengið að sjá eða hefur aðgang að.“

Komment