
Stjórnvöld í Ungverjalandi eru harkalega gagnrýnd fyrir nýlega löggjöf er takmarkar réttindi hinsegin fólks, í yfirlýsingu sem fulltrúar 16 aðildarríkja Evrópusambandsins hafa skrifað undir.
Segir meðal annars í yfirlýsingunni að aðgerðir stjórnvalda í höfuðborginni Búdapest í Ungverjalandi séu andstæðar grundvallargildum um mannréttindi.
Stjórnvöld í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi eru meðal þeirra þjóða sem staðfest hafa þessa yfirlýsingu.
Allt frá árinu 2018 hefur verið í gangi ákveðið ferli sem kennt er við sjöundu grein Evrópusáttmálans - sem gengur út á það að hægt sé að svipta aðildarríki ákveðnum réttindum innan Evrópusambandsins: Má þar nefna að greiða atkvæði á ráðherra- og leiðtogafundum ESB, ef ljóst þykir að viðkomandi land virði ekki grundvallarréttindi sem Evrópusambandið byggir tilveru sína á.
Eins og staðan er nú er ekki er meirihluti fyrir því að taka næstu skref í þessu ferli, sem gæti endað með refsiaðgerðum gegn viðkomandi landi.
Komment