
Slóvenar áttu ekki sjens á móti einbeittu landsliði Íslands í EM í dag en strákarnir okkar sigruðu 39-31 og tryggðu sér þannig sæti í undanúrslitum.
Elliði Snær Viðarsson var markahæstur í liði Íslands með átta stig og var valinn maður leiksins. Þá var Ómar Ingi Magnússon með sjö mörk, þar af tvö úr víti og Óðinn Þór Ríkharðsson með sjö en hann stóð sig einnig stórkostlega í vörninni. Viktor Gísli Hallgrímsson varði boltann níu sinnum en markmaður Slóvena, Miljan Vujović varði 13 mörk, þar af einn vítakast.
Domen Novak var markahæstur Slóvena með níu mörk, þar af heil átta úr víta.
Íslenska landsliðið hefur með sigrinum tryggt sér sæti í undanúrslitum og er þetta í fyrsta sinn síðan 2010 sem liðið keppir um verðlaun en þá vann liðið brons á EM.

Komment