1
Fólk

Selja glæsihýsi við sjávarsíðuna

2
Innlent

Maðurinn sem kærði sjálfan sig

3
Fólk

Sonur Auðar fékk frábæra sárabót frá Pétri Marteinssyni

4
Heimur

Flugi snúið aftur til Tenerife vegna leysibendis

5
Heimur

Ljósmynd náðist af upphafi brunans í Sviss

6
Innlent

Kona á Hvolsvelli látin eftir slys

7
Heimur

Dæmd í 13 ára fangelsi fyrir að misnota barnungan nemanda sinn

8
Menning

Atli Þór gefur út aðra plötu í skugga heilaæxlis

9
Heimur

Einn umdeildasti listamaður Spánar er látinn

10
Innlent

Ungar konur dæmdar fyrir líkamsárásir

Til baka

Svavar Knútur hjólar í pólitíska vindhana

„Ég hef sjálfur margoft lent í hundleiðindum frá fólki sem ég á víst „að vera í liði með“.“

Svavar Knútur
Svavar KnúturTónlistarmaðurinn er lítt hrifinn af pólitískum vindhönum
Mynd: Instagram-skjáskot

Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur Kristinsson gagnrýnir harðlega þá sem snúi baki við grunngildum mannréttinda og jafnræðis vegna óánægju eða átaka á samfélagsmiðlum. Í löngum og hreinskilnum pistli á Facebook segir Svavar slíka stefnubreytingu bera vott um að pólitísk sannfæring hafi aldrei verið djúpstæð.

„Ef manneskja hoppar algerlega um póla í pólítík og hættir að finnast hinsegin fólk eiga skilið sömu réttindi og annað fólk, jafnrétti mikilvægt, hælisleitendur eiga mannréttindi, mannréttindi algild, gróðurhúsaáhrifin mikilvægt málefni, umhverfismál almennt mikilvæg, ójöfnuður alvarlegt vandamál og stríðsglæpir Ísraels í Palestínu grafalvarlegt mál – og byrjar að ala á hatri, samsæriskenningum, mannfyrirlitningu og sundrungu í samfélaginu okkar – af því eitthvað pirrandi, skoðanaglatt og hávært bleikhært lið var með leiðindi á samfélagsmiðlum, þá ætla ég að gefa mér að pólítísk sannfæring viðkomandi hafi ekki verið sérstaklega rótföst fyrir,“ skrifar Svavar.

Hann segir að sjálfur hafi hann ítrekað orðið fyrir leiðindum frá fólki sem telji sig standa honum nærri pólitískt, en slíkt hafi aldrei orðið til þess að hann efaðist um grunngildi sín.

„Ég hef sjálfur margoft lent í hundleiðindum frá fólki sem ég á víst „að vera í liði með“. Fólki sem er líka vinstra megin í lífinu en vill svo til að er líka bullandi eineltisgerendur. Það bara kemur fyrir. Maður bara heldur áfram og lætur ekki eins og eitthvað fjandans fórnarlamb. Egóið mitt er ekki mikilvægara en mannréttindi eða framtíð barnanna okkar,“ segir hann.

Svavar tekur sérstaklega fram að ófullkomleiki einstaklinga breyti engu um gildi málefnanna sjálfra.

„Ég er ekki fullkominn og ég þarf ekki að vera fullkominn. Mig langar ekki að vera fullkominn. Þannig uppákomur hafa einfaldlega ekkert að gera með sannfæringu mína um að mannréttindi séu algild og mér dettur ekki í hug að hoppa yfir í algerlega veruleikafirrtan pólítískan félagsskap bara af því einhverjir rugludallar vinstra megin á rófinu fara í taugarnar á mér.“

Í færslunni notar hann sterk orð um þá sem, að hans mati, láti pirring og óþol ráða pólitískri afstöðu sinni.

„Fólk sem hoppar á mannfyrirlitningarvagninn á þennan hátt er einfaldlega vindhanar og ekkert annað,“ skrifar hann og hvetur fólk til sjálfsskoðunar:

„Ef það sem heldur þér frá því að standa með einföldum sannleika lífsins er óþol þitt á einhverjum blómálfum, trúbadorahobbitum og hippum, þá er kannski verðugt að horfa aðeins inn á við og spyrja þig af hverju þér stendur svona mikil ógn af fólki sem þú lítur svona niður á. Og kannski bara af hverju þú lítur niður á fólk sem er öðruvísi en þú, til að byrja með. Væri ekki bara miklu næsara að geta átt vini sem eru alls konar og standa saman til að gera heiminn betri fyrir okkur öll?“

Í lok færslunnar ítrekar Svavar nokkur lykilatriði sem hann segir ekki umdeilanleg pólitísk smekksatriði heldur grundvallarsannleika.

„Mannréttindi eru algild. Vaxandi ójöfnuður veldur mýgrút af öðrum vandamálum í samfélaginu. Innflytjendur eru fullgilt fólk. Arabahatur og and-semítismi eru sami hluturinn,“ skrifar hann og bætir við að fólk ætti að velta því fyrir sér hvers vegna sum ný orð fari í taugarnar á því en önnur ekki.

„Ef orðið „kynsegin“ fer í taugarnar á fólki af því það er eitthvað nýtt og skrýtið, en orðið „neysluhlé“ fer ekki í taugarnar á því. Þá þarf fólk aðeins að horfa í eigin barm. Því annað þessara orða styður við mennskuna en hitt er andstyggileg og strategísk eyðilegging á sammannlegum gæðum.“

Hann lýkur pistlinum á mildari nótum, óskar fólki gleðilegs árs og bætir við léttum eftirmála þar sem hann segir Áramótaskaupið hafa verið „almennt bara mjög fínt“.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Gunnar Gunnarsson á lista Daily Mail við hlið Agöthu Christie og Charles Dickens
Menning

Gunnar Gunnarsson á lista Daily Mail við hlið Agöthu Christie og Charles Dickens

Aðventa meðal bestu jólabókanna
Lögreglan vísaði þremur erlendum þjófum frá Íslandi
Innlent

Lögreglan vísaði þremur erlendum þjófum frá Íslandi

Will Smith sagður hafa rekið fiðluleikara eftir að hann kvartaði yfir kynferðislegu áreiti
Heimur

Will Smith sagður hafa rekið fiðluleikara eftir að hann kvartaði yfir kynferðislegu áreiti

Rúta valt á hliðina í Svíþjóð
Heimur

Rúta valt á hliðina í Svíþjóð

Ísrael bannar starfsemi tugi alþjóðlegra hjálparsamtaka á Gaza
Heimur

Ísrael bannar starfsemi tugi alþjóðlegra hjálparsamtaka á Gaza

Kona á Hvolsvelli látin eftir slys
Innlent

Kona á Hvolsvelli látin eftir slys

Atli Þór gefur út aðra plötu í skugga heilaæxlis
Myndir
Menning

Atli Þór gefur út aðra plötu í skugga heilaæxlis

Ungar konur dæmdar fyrir líkamsárásir
Innlent

Ungar konur dæmdar fyrir líkamsárásir

Ljósmynd náðist af upphafi brunans í Sviss
Heimur

Ljósmynd náðist af upphafi brunans í Sviss

Yfirbakari selur í Árbænum
Myndir
Fólk

Yfirbakari selur í Árbænum

„Blaðamennskan nálgast dauðahrygluna“
Innlent

„Blaðamennskan nálgast dauðahrygluna“

Sonur Auðar fékk frábæra sárabót frá Pétri Marteinssyni
Fólk

Sonur Auðar fékk frábæra sárabót frá Pétri Marteinssyni

Flugi snúið aftur til Tenerife vegna leysibendis
Heimur

Flugi snúið aftur til Tenerife vegna leysibendis

Pólitík

Svavar Knútur hjólar í pólitíska vindhana
Pólitík

Svavar Knútur hjólar í pólitíska vindhana

„Ég hef sjálfur margoft lent í hundleiðindum frá fólki sem ég á víst „að vera í liði með“.“
Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi
Pólitík

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi

Fjöldaráðning embættismanna
Pólitík

Fjöldaráðning embættismanna

„Það er merkilegt hvað Miðflokkurinn ber litla virðingu fyrir eignarétti listamanna“
Pólitík

„Það er merkilegt hvað Miðflokkurinn ber litla virðingu fyrir eignarétti listamanna“

Segir Snorra vilja hvíta yfirburðahyggju
Pólitík

Segir Snorra vilja hvíta yfirburðahyggju

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu
Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu

Loka auglýsingu