1
Innlent

Seðlabankastjóri rannsakaður

2
Fólk

„Kastalinn“ í Kópavogi falur

3
Pólitík

Snorri skýtur til baka á Egil Helgason

4
Innlent

Illugi segir frá hrottalegum örlögum heillar fjölskyldu

5
Minning

Stefán Jónsson er látinn

6
Innlent

Alþingismanni ekki borist kæra

7
Heimur

Lík fundið í yfirgefnum brunni á Tenerife

8
Menning

Stefnumót við djöfulinn í Spönginni

9
Innlent

Múlaþing fordæmir líkamsárásina á barnaníðinginn

10
Fólk

Linda Ben heiðruð

Til baka

„Táknrænn gjörningur, ekki morðhótun,“ segir Pétur Eggerz

„Þetta eru grafalvarlegar og ósannar ásakanir sem skapa hættulega frásögn: að friðsöm mótmæli séu ofbeldisfull og að gagnrýnin list jafngildi morðhótunum“

Pétur Eggerz
Pétur Eggerz PéturssonPétur er ósáttur við rangtúlkunina
Mynd: Aðsend

Fjöldafundurinn Þjóð gegn þjóðarmorði sem fram fór á sjö stöðum á landinu síðastliðinn laugardag, vakti mikla athygli, enda með fjölmennustu mótmælum á Íslandi í langan tíma. Á fundinum var Palestínska fánanum veifað, sem og mótmælaskyltum og slagorð kyrjuð á milli þess sem kraftmiklar ræður voru haldnar, gegn þjóðarmorðinu á Gaza. Eitt mótmælaskilti vakti mun meiri athygli en önnur en við skiltið var búið að festa höfuð sem átti að líkjast Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra.

Í fjölmiðlum var fullyrt að með skiltinu væri mótmælandinn sem á því hélt, að hóta utanríkisráðherranum ofbeldi og tóku nokkrir stjórnmálamenn undir þá túlkun. Pétur Eggerz Pétursson er maðurinn á bakvið höfuðið og segist afar ósáttur við þessa rangtúlkun á gjörningi sínum, í samtali við Mannlíf.

„Ég hannaði það sem táknrænan gjörning til að sýna hvernig ráðherrar tala tveimur tungum um þjóðarmorð: segjast „beita sér“ en gera í raun ekkert,“ segir Pétur og útskýrir gjörninginn frekar: „Skiltið sýndi pappamassahöfuð með klofna tungu og snákaaugu, og á því stóð: „Ráðherrann sem gaslýsti þjóðarmorð“. Þetta er hefðbundið og skýrt myndmál í klassískri mótmælahefð og skilaboðin eru skrifuð með hástöfum, þetta er ekki hótun, og það er ekki séns að þeir sem hafa haldið því fram trúi því sjálfir.“

Mótmæli
GjörningurinnGjörningurinn fór öfugt ofan í suma
Mynd: Aðsend

Pétur segist ósáttur við það hvernig bæði fjölmiðlar og stjórnmálamenn hafi „snúið þessu upp í eitthvað allt annað.“

„Það sem ég er ósáttur við er hvernig fjölmiðlar og stjórnmálamenn snéru þessu upp í eitthvað allt annað. Á RÚV var fullyrt í frétt að „utanríkisráðherra var sýnd líflátshótun á mótmælum.“ Þegar ég bað um leiðréttingu var mér sagt að það yrði ekki gert. Þannig var beinlínis ósönn staðhæfing látin standa óleiðrétt í opinberum fréttaflutningi. Í kjölfarið tóku áhrifamenn og stjórnmálamenn að vísa í þetta sem staðreynd. Sigurður Ingi kallaði eftir „inngripi“ og sagði að þetta félli ekki undir eðlilegt málfrelsi. Sjálfstæðismaður setti í morgunútvarpi Rásar 2 þetta í samhengi við morðið á Charlie Kirk. Grínlaust, hann líkti þessu saman við að skjóta pólitískan andstæðing til bana. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsetisráðherra lýsti því yfir að þetta hefði ekki bara verið árás á einn ráðherra, heldur á lýðræðið sjálft.“

Segir Pétur ásakanirnar grafalvarlegar:

„Þetta eru grafalvarlegar og ósannar ásakanir sem skapa hættulega frásögn: að friðsöm mótmæli séu ofbeldisfull og að gagnrýnin list jafngildi morðhótunum. Með því að mála svona mynd er verið að tortryggja fólk sem nýtir stjórnarskrárvarinn rétt sinn til mótmæla og raunverulega unnið að því að veikja tjáningarfrelsi í landinu. Það sem var einfaldur, táknrænn gjörningur til að minna á skyldur stjórnvalda samkvæmt Genfarsáttmálanum hefur þannig verið ranglega flokkaður sem morðhótun og ógn við lýðræðið sjálft, það er helvíti gróft og er ég enn að skoða hvaða lagarammi er til staðar til að verjast slíkum ásökunum.“

Við þessu bætir hann við að félagið Dýrið, sé kominn með málið á sitt borð.

„Einnig má bæta því við að félagið Dýrið - samtök um réttin til friðsamra mótmæla sé með málið á sínu borði núna en augljóst sé að vegið er að rétti okkar allra til friðsamra mótmæla úr mörgum áttum og alls ekki bara í þessu tiltekna máli.“

Að lokum segist Pétur Eggerz vera orðinn þreyttur á „gaslýsingum“ ráðamanna og segir nú sé kominn tími til að standa í hárinu á „heróðum stórveldum.“

„Ég er orðinn mjög þreyttur á því að sjá ráðamenn, þvert yfir pólitíska rófið, beita gaslýsingu til að skipta okkur upp í fylkingar. Við viljum ekki sjá fólk sprengt í tætlur á meðan okkar ráðamenn gera lítið úr alþjóðalögum og skyldum sínum gagnvart þeim sem verða fyrir þessu ofbeldi. Núna er tími til að hætta að hlaupa erindi heróðra stórvelda og spyrja sig í staðinn af hverju fasteignafélög og matvöruverslanir skila methagnaði á meðan almenningur býr við kreppuástand og úrræðaleysi í húsnæðis- og heilbrigðismálum. Ef ráðherrar halda því fram að aðgerðarleysi sé svarið, til að setja ekki samstarf við erlend ríki í hættu, þá spyr ég: Hverjir hagnast í raun á þessu alþjóðasamstarfi sem murrkar börn niður eins og hakkavél? Það eru ekki hagsmunir almennings, því auð verkalýðsins er verið að ryksuga upp. Hagurinn skilar sér ekki til fólksins hann fer eitthvað allt annað.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


„Morðinginn var kominn lengra á hægriöfgabrautinni en Kirk“
Innlent

„Morðinginn var kominn lengra á hægriöfgabrautinni en Kirk“

Illugi Jökulsson segir að morðið á Charlie Kirk hafi verið framið af manni sem gekk lengra en hann sjálfur í öfgahægristefnunni
Neitaði að yfirgefa stofnun
Innlent

Neitaði að yfirgefa stofnun

Rigning og ágætis hlýindi hafa aukið hættuna á skriðum
Innlent

Rigning og ágætis hlýindi hafa aukið hættuna á skriðum

Múlaþing fordæmir líkamsárásina á barnaníðinginn
Innlent

Múlaþing fordæmir líkamsárásina á barnaníðinginn

Grunaður morðingi Charlie Kirk handtekinn
Heimur

Grunaður morðingi Charlie Kirk handtekinn

Stefnumót við djöfulinn í Spönginni
Menning

Stefnumót við djöfulinn í Spönginni

Snorri skýtur til baka á Egil Helgason
Pólitík

Snorri skýtur til baka á Egil Helgason

Þriggja ára innbyrti kókaín á leikskóla
Heimur

Þriggja ára innbyrti kókaín á leikskóla

Lík fundið í yfirgefnum brunni á Tenerife
Heimur

Lík fundið í yfirgefnum brunni á Tenerife

„Sigurður Ingi gengur með sóma af vellinum hvenær sem hann fer“
Pólitík

„Sigurður Ingi gengur með sóma af vellinum hvenær sem hann fer“

Repúblikanar fella tillögu um að birta Epstein-skjöl
Heimur

Repúblikanar fella tillögu um að birta Epstein-skjöl

Innlent

„Táknrænn gjörningur, ekki morðhótun,“ segir Pétur Eggerz
Innlent

„Táknrænn gjörningur, ekki morðhótun,“ segir Pétur Eggerz

„Þetta eru grafalvarlegar og ósannar ásakanir sem skapa hættulega frásögn: að friðsöm mótmæli séu ofbeldisfull og að gagnrýnin list jafngildi morðhótunum“
Alþingismanni ekki borist kæra
Innlent

Alþingismanni ekki borist kæra

„Morðinginn var kominn lengra á hægriöfgabrautinni en Kirk“
Innlent

„Morðinginn var kominn lengra á hægriöfgabrautinni en Kirk“

Neitaði að yfirgefa stofnun
Innlent

Neitaði að yfirgefa stofnun

Rigning og ágætis hlýindi hafa aukið hættuna á skriðum
Innlent

Rigning og ágætis hlýindi hafa aukið hættuna á skriðum

Múlaþing fordæmir líkamsárásina á barnaníðinginn
Innlent

Múlaþing fordæmir líkamsárásina á barnaníðinginn

Loka auglýsingu