1
Heimur

Sænska lögreglan boðar til blaðamannafundar vegna konu sem hvarf annan í jólum

2
Innlent

Húsfyllir á hátíðarkvöldverði No Borders

3
Innlent

„Það eru jólin hjá heimska hægrinu á X greinilega“

4
Innlent

Lögreglan veit hverjir þrjótarnir eru

5
Heimur

Andy Carroll handtekinn fyrir að brjóta nálgunarbann

6
Pólitík

Segir Snorra vilja hvíta yfirburðahyggju

7
Innlent

Reyndi að kæfa hana með dýnum, lagði hönd yfir munn hennar, barði og hótaði að drepa hana

8
Heimur

Tvö létust í tveimur mótorhjólaslysum á Tenerife á aðeins sólarhring

9
Peningar

Tveir asnar boða til fundar

10
Heimur

Einn lést og þrír eru í lífshættu eftir skotárás í Chicago

Til baka

„Þetta er tækifæri Íslands til að velja dýravelferð fram yfir gróða“

Fimm alþjóðleg félagasamtök, ásamt Dýraverndarsambandi Íslands (DÍS) og Samtökum um dýravelferð á Íslandi (SDÍ), afhentu 300.000 undirskriftir til Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra fyrir framan Alþingishúsið í dag, þar sem íslensk stjórnvöld eru eindregið hvött til að banna blóðmerahald.

Blóðmerahald
Blóðmerahaldi mótmæltHópurinn sem stóð fyrir gjörningnum
Mynd: Lisa Nowinski

Fimm dýraverndunarsamtök innanlands og erlendis krefjast þess að íslensk stjórnvöld endurnýi ekki starfsleyfi Ísteka til blóðmerahalds. Samkvæmt samtökunum myndi slík ákvörðun brjóta gegn skuldbindingum Íslands samkvæmt EES-samningnum og Evróputilskipun um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni.

Leyfi Ísteka til blóðtöku úr fylfullum hryssum rann út í október, en stjórnvöld þurfa nú að taka ákvörðun um hvort það verði endurnýjað. Af þessu tilefni afhentu dýraverndunarsamtök Hönnu Katrínu Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, um 300.000 undirskriftir í dag, þar sem skorað er á stjórnvöld að banna blóðmerahald.

radherra
Hanna Katrín FriðrikssonRáðherra afhentur undirskriftarlistinn
Mynd: Lisa Nowinski

„Þetta er tækifæri Íslands til að velja dýravelferð fram yfir gróða,“ segir Sabrina Gurtner, verkefnastjóri hjá Animal Welfare Foundation (AWF) og Tierschutzbund Zürich (TSB). „Frá því að við afhjúpuðum grimmdina á bak við blóðmerahald hafa hryssur haldið áfram að þjást – hræddar, aðskildar frá folöldum sínum, lokaðar inni í þröngum básum á meðan að blóði er dælt úr þeim. Það er engin spurning að endurnýjun leyfis Ísteka væri bæði grimm og ómannúðleg. Þar að auki væri það brot á Evrópulögum.“

ESA hefur áður varað Ísland við

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi íslenskum stjórnvöldum formlega aðvörun fyrir rúmum tveimur árum þar sem bent var á að Ísland bryti gegn tilskipun ESB nr. 2010/63/EU um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Ísland hefur viðurkennt þessa tilskipun samkvæmt EES-samningnum og er því skuldbundið til að fylgja henni.

Samkvæmt reglugerð nr. 460/2017 fellur blóðtaka úr hryssum undir notkun dýra í vísindaskyni, sem þýðir að slíkar aðferðir má ekki leyfa ef til eru aðrar leiðir sem ekki fela í sér notkun lifandi dýra. Slíkar aðferðir séu þegar notaðar með góðum árangri í löndum eins og Sviss og á Íslandi sjálfu.

„Endurnýjun leyfisins stenst ekki lög og væri andstæð skuldbindingum Íslands samkvæmt EES-samningum,“ segir Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands (DÍS). „Ísland hefur þegar viðurkennt að blóðmerahald falli undir vernd tilskipunar ESB – nýtt leyfi væri því augljóslega brot á þeirri skuldbindingu.“

Skemmir ímynd Íslands

Samtökin vara einnig við því að áframhaldandi blóðmerahald geti haft neikvæð áhrif á ímynd Íslands á alþjóðavettvangi. Þau segja ferðamenn og dýravini víða um heim sýna reiði og undrun yfir því að slíkur iðnaður sé enn leyfður hér á landi.

„Fólk kemur til Íslands til að upplifa ósnortna náttúru,“ segir Deborah Lewis, herferðastýra hjá Ekō. „En fólki bregður þegar það kemst að því að á bakvið glansmyndina er verið að dæla blóði úr fylfullum hryssum í hagnaðarskyni og það er skaðlegt fyrir orðspor landsins. Þetta er afgerandi augnablik fyrir Ísland – stjórnvöld geta annaðhvort látið undan iðnaðinum eða valið samkennd og velferð dýra. Við hvetjum ráðherrann í dag til að taka rétta ákvörðun og banna blóðmerahald.“

Til að vekja athygli á málinu standa dýravinir fyrir táknrænni aðgerð fyrir framan Alþingi, þar sem sýnt verður hversu mikið blóð er tekið úr hryssum í blóðmerahaldinu árlega.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Stúlkan sem hvarf í Svíþjóð fannst myrt
Heimur

Stúlkan sem hvarf í Svíþjóð fannst myrt

Karlmaður er í haldi grunaður um að hafa banað henni
Stærðarinnar Fossvogsgersemi á sölu
Myndir
Fólk

Stærðarinnar Fossvogsgersemi á sölu

Tveir asnar boða til fundar
Peningar

Tveir asnar boða til fundar

Gunnvör Daníelsdóttir Ásmundsson er látin
Minning

Gunnvör Daníelsdóttir Ásmundsson er látin

Segir Snorra vilja hvíta yfirburðahyggju
Pólitík

Segir Snorra vilja hvíta yfirburðahyggju

Lögreglan veit hverjir þrjótarnir eru
Innlent

Lögreglan veit hverjir þrjótarnir eru

Tvö létust í tveimur mótorhjólaslysum á Tenerife á aðeins sólarhring
Heimur

Tvö létust í tveimur mótorhjólaslysum á Tenerife á aðeins sólarhring

Einn lést og þrír eru í lífshættu eftir skotárás í Chicago
Heimur

Einn lést og þrír eru í lífshættu eftir skotárás í Chicago

„Það eru jólin hjá heimska hægrinu á X greinilega“
Innlent

„Það eru jólin hjá heimska hægrinu á X greinilega“

Húsfyllir á hátíðarkvöldverði No Borders
Myndir
Innlent

Húsfyllir á hátíðarkvöldverði No Borders

Sænska lögreglan boðar til blaðamannafundar vegna konu sem hvarf annan í jólum
Heimur

Sænska lögreglan boðar til blaðamannafundar vegna konu sem hvarf annan í jólum

Erilsamur sólarhringur hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins
Innlent

Erilsamur sólarhringur hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins

Innlent

Enn auknar líkur á eldgosi
Innlent

Enn auknar líkur á eldgosi

Ný stöðuskýrsla Veðurstofunnar kom út á Þorláksmessu
Reyndi að kæfa hana með dýnum, lagði hönd yfir munn hennar, barði og hótaði að drepa hana
Innlent

Reyndi að kæfa hana með dýnum, lagði hönd yfir munn hennar, barði og hótaði að drepa hana

Lögreglan veit hverjir þrjótarnir eru
Innlent

Lögreglan veit hverjir þrjótarnir eru

„Það eru jólin hjá heimska hægrinu á X greinilega“
Innlent

„Það eru jólin hjá heimska hægrinu á X greinilega“

Húsfyllir á hátíðarkvöldverði No Borders
Myndir
Innlent

Húsfyllir á hátíðarkvöldverði No Borders

Erilsamur sólarhringur hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins
Innlent

Erilsamur sólarhringur hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins

Loka auglýsingu