
Fimm gistu fangaklefa lögreglu í nótt81 mál var skráð hjá lögreglu.
Mynd: Shutterstock
Í dagbók lögreglu frá í nótt og í fyrradag er greint frá því að tilkynnt hafi verið um mann í annarlegu ástandi á hóteli. Manninum var vísað á brott en virti ekki fyrirmæli lögreglu og var að lokum handtekinn og vistaður í fangaklefa.
Ökumaður var stöðvaður í Hafnarfirði. Ökumaðurinn reyndist vera án réttinda. Einnig reyndist bifreiðin á röngum skráningarmerkjum en ökumaðurinn hafði stolið þeim af annarri bifreið.
Tilkynnt var um grunsamlegar mannaferðir bæði í Mosfellsbæ og Kópavogi. Lögreglan mætti á báða staði en enginn fannst.
Í dagbókinni er sagt frá umferðaróhappi í Árbænum en ekki urðu nein slys á fólki en tveir bílar voru óökuhæfir eftir óhappið.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment