1
Peningar

Eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar heldur áfram að tapa peningum

2
Innlent

Sonur Hildar verður fyrir gegndarlausu einelti á Akureyri

3
Innlent

Rakel tekur við í janúar

4
Peningar

Hjörvar fer í kvikmyndabransann

5
Innlent

Heimir Örn dæmdur fyrir umsáturseinelti

6
Fólk

Þórsmörk sett á sölu

7
Heimur

Kasólétt unglingsstúlka týnd í Gloucester

8
Fólk

Selja gersemi við Elliðavatn

9
Fólk

Ráðherra sprakk úr hlátri

10
Innlent

Slys í Laugardalnum

Til baka

Þóra Kristín svarar Snorra fullum fetum

„Það er alveg pláss fyrir hvassa gagnrýni án þess að hafa rangt við“

Snorri Másson og Þóra Kristín
Snorri og Þóra KristínÓvænt ritdeila stendur yfir á Facebook

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, fyrrverandi fjölmiðlakona, svarar Snorra Mássyni varaformanni Miðflokksins harðlega eftir að hann gagnrýndi hana opinberlega fyrir ummæli í Silfrinu á RÚV um læsi og fylgisaukningu Miðflokksins.

Snorri gagnrýndi Þóru opinberlega á Facebook þar sem hann sakaði hana um óvirðingu gagnvart kjósendum Miðflokksins. Hann túlkaði ummæli hennar í Silfrinu, þar sem hún velti fyrir sér hvort aukið fylgi flokksins gæti tengst „bágu læsi“ í samfélaginu, sem merki um að hún liti á stuðningsmenn flokksins sem illa upplýsta. Tíundar Snorri síðan hvað hann telji vera ástæðuna fyrir auknu fylgi flokksins, meðal annars bág staða ungs fólks.

Í svari sínu segir Þóra að ummælin hafi ekki verið sértæk gagnrýni á Miðflokkinn eða kjósendur hans, heldur á breiðari þróun í lýðræðisumræðu og áhrif hnignunar fjölmiðla.

„Ég var nú reyndar ekki bara að tala um miðflokkinn heldur alla miðflokka heimsins og afhverju ungt fólk er að hneigjast til einangrunarhyggju í alþjóðamálum, fordóma gegn hinsegin fólki og afneitunar á loftslagsvísindi,“ skrifar hún.

Þóra segir Snorra hafa rangtúlkað orð sín og sakar hann og aðra stjórnmálamenn um að nýta umræðuna til að vekja ótta og ýta undir sundrungu:

„Nú geta stjórnmálamenn makað krókinn með allskonar fullyrðingum og sannleikurinn hittir þá aldrei fyrir. Það er bara lítið brot eftir af hefðbundinni fjölmiðlun. Við hlutverki þeirra eru teknir karlarnir í kassanum, sem básúna skoðanir sínar, einir og ótruflaðir undir drynjandi lófataki í,“ segir hún og bætir við: Við fáum sjaldnast heildarmyndina, bara glamur, gífuryrði og breiðar fyrirsagnir. Þetta litar öll stjórnmálin og alla umræðuna en gerir popúlistum sérlega auðvelt fyrir og þeim sem vilja gera út á fordóma og hræðslu.“

Þóra tekur þó undir að ungt fólk standi frammi fyrir raunverulegum efnahagslegum áskorunum, en hafnar því að flóttafólk, hinsegin samfélagið eða loftslagsvísindi séu sökudólgar:

„En ég er sammála Snorra um það að það má ekki gleyma efnahagslegum áskorunum sem ungt fólk strendur frammi fyrir. En ungt fólk hefur fyrr staðið frammi fyrir áskorunum án þess að ráðast á fólk á flótta og kenna því um allt sem miður fer, grafa undan tilveru og sjálfsmynd hinsegin fólks og hatast út í loftslagsvísindi og hættuna sem við stöndum frammi fyrir.“

„Það er alveg pláss fyrir hvassa gagnrýni án þess að hafa rangt við,“ segir Þóra að lokum en bætir síðan við: „Og þá stendur eftir samkenndin eða skortur á henni sem Písa kannanir hafa leitt í ljós og hún er kannski alvarlegust.

Harðasta vókið var svo sannarlega orðið óþolandi enda var samkenndin þar líka lítil og aðallega refsigleði. Unga fólkið á samt skilið betri fyrirmyndir ef við keflinu taka dæmigerð hvít, heterónormatív karlkyns fórnarlömb eins og Snorri sem ráðast á þá sem standa höllum fæti en kalla svo í sérsveitina til að bía sér í svefn þegar þeim er svarað í sömu mynt.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Þremur erlendum ríkisborgurum frávísað á Keflavíkurflugvelli
Innlent

Þremur erlendum ríkisborgurum frávísað á Keflavíkurflugvelli

Ekki er vitað frá hvaða landi þeir komu
Ný rannsókn sýnir að unglingsárin geta varað fram á fertugsaldur
Heimur

Ný rannsókn sýnir að unglingsárin geta varað fram á fertugsaldur

Þolendur ofbeldis fá 60 milljónir
Innlent

Þolendur ofbeldis fá 60 milljónir

Selja gersemi við Elliðavatn
Myndir
Fólk

Selja gersemi við Elliðavatn

Guy Fieri fluttur í bráðaaðgerð eftir alvarlegt slys
Heimur

Guy Fieri fluttur í bráðaaðgerð eftir alvarlegt slys

Lægðin stefnir til Færeyja
Landið

Lægðin stefnir til Færeyja

Subbulegt óhapp er útikamar féll á brú í Sevilla
Myndband
Heimur

Subbulegt óhapp er útikamar féll á brú í Sevilla

Eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar heldur áfram að tapa peningum
Peningar

Eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar heldur áfram að tapa peningum

Brotist inn á heimavist í Stokkhólmi og matur eitraður
Heimur

Brotist inn á heimavist í Stokkhólmi og matur eitraður

Heimir Örn dæmdur fyrir umsáturseinelti
Innlent

Heimir Örn dæmdur fyrir umsáturseinelti

Bardagakona handtekin á Kanarí eftir árás á lögreglumenn
Myndband
Heimur

Bardagakona handtekin á Kanarí eftir árás á lögreglumenn

Metuppsjávarafli Brims á þriðja ársfjórðungi
Landið

Metuppsjávarafli Brims á þriðja ársfjórðungi

Pólitík

Þóra Kristín svarar Snorra fullum fetum
Pólitík

Þóra Kristín svarar Snorra fullum fetum

„Það er alveg pláss fyrir hvassa gagnrýni án þess að hafa rangt við“
Illugi segir ljósmynd Kristrúnar vera „hallærislegan tilbúning“
Pólitík

Illugi segir ljósmynd Kristrúnar vera „hallærislegan tilbúning“

Segja stefnu stjórnvalda knúna áfram af „kerfislægum rasisma og hvítri yfirburðahyggju“
Pólitík

Segja stefnu stjórnvalda knúna áfram af „kerfislægum rasisma og hvítri yfirburðahyggju“

„Hvar liggur Samspillingin?“
Pólitík

„Hvar liggur Samspillingin?“

Miðflokkurinn óskar eftir frambjóðendum
Pólitík

Miðflokkurinn óskar eftir frambjóðendum

Oddviti Samfylkingarinnar býður sig ekki aftur fram
Pólitík

Oddviti Samfylkingarinnar býður sig ekki aftur fram

Loka auglýsingu