Lögregla hafði í ýmislegt að snúast í nótt og í gærkvöldi, þar á meðal vegna ölvunar, slysa og brota á fyrirmælum.
Tveir ökumenn voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og áfengis. Þeir voru látnir lausir að loknu hefðbundnu verkferli. Þá var annar ökumaður síðar handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og einnig látinn laus að loknu ferli.
Tveir menn voru handteknir og vistaðir í fangaklefa, annar vegna brots á tilkynningarskyldu og hinn fyrir að fara ekki að ítrekuðum fyrirmælum lögreglu.
Umferðarslys urðu einnig á vaktinni. Í einu tilviki ók ökumaður óvart inn í verslun. Um óhapp var að ræða og sakaði engan. Í öðru slysi slösuðust ökumaður og tveir farþegar þegar bifreið hafnaði á ljósastaur. Allir voru fluttir af vettvangi með sjúkrabifreið.
Ekið var á gangandi vegfaranda, en sem betur fer slasaðist hann ekki og þurfti enga aðstoð frá sjúkraliði.
Auk þessa sinnti lögregla nokkrum minniháttar verkefnum tengdum fólki í annarlegu ástandi og veikindum.


Komment