Í dagbók lögreglu frá því í gærkvöldi og í nótt er greint frá því að ökumaður hafi verið stöðvaður við akstur en var hann með filmur í framrúðum. Þá var annar stoppaður en hann reyndist vera sviptur ökuréttindum og vímaður og var hann handtekinn.
Tilkynnt var um umferðarslys þar sem tjónvaldar hlupu á brott frá vettvangi en engan sakaði í slysinu. Málið er í rannsókn.
Ítrekað var tilkynnt um tvo aðila sem voru að koma sér fyrir í geymslum á opinberi stofnun. Eftir ítrekuð fyrirmæli og nokkur tækifæri til að halda á brott sem þeir urðu ekki við voru þeir handteknir og fluttir á lögreglustöð til vistunar sökum ástands.
Lögreglan fékk tilkynningu eldsvoða á svölum á sjöttu hæð í fjölbýlishúsi. Reyndist eldurinn vera í grilli.
Tilkynnt var um aðila að betla í íbúðarhverfi. Ekki tókst að hafa upp á aðilanum sem passaði við lýsingu. Þá var einnig tilkynnt um hávaða utandyra. Reyndist vera minni háttar rifrildi milli tveggja aðila. Lögregla mætti á staðinn og róaði mannskapinn.
Komment