1
Peningar

Annþór stofnar fyrirtæki

2
Heimur

Byrlaði eiginkonunni ólyfjan um árabil og nauðgaði

3
Heimur

Fundu aldraða konu sem hafði týnst á Tenerife

4
Heimur

Rússneskir embættismenn óttast netlokanir Kremlar

5
Innlent

Maður fluttur á slysadeild eftir að ekið var á hann

6
Heimur

Trump flaug mun oftar með einkaþotu Epstein en áður var talið

7
Landið

Hitinn nær allt að 20 gráðum um jólin

8
Heimur

Dómssigur Kisiya vekur von meðal Palestínumanna

9
Innlent

Hlaut 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir hnefahögg í vinnubúðum

10
Landið

Enginn dýralæknir á bakvakt fyrir austan yfir jólin

Til baka

Þúsund manns hafa sagt sig úr Sósíalistaflokknum

Mikill órói er innan Sósíalistaflokks Íslands eftir hallarbyltingu um síðustu helgi.

Sósíalistar

Eftir hallarbyltinguna hjá íslenskum sósíalistum er alls óvíst hvort staða pólitísks leiðtoga flokksins verði enn til, en ritari flokksins segir að fyrrum flokksmenn muni snúa aftur.

Hins vegar er staða pólitísks leiðtoga Sósíalistaflokksins í endurskoðun eftir að Sanna Magdalena Mörtudóttir sagði nei við starfinu, en ljóst er að tugir hafa sagt sig úr flokknum í kjölfar skrautlegs aðalfundar.

Í spjallhópi Sósíalistaflokksins á Facebook - Rauða þræðinum - er mikið um yfirlýsingar fólks sem hefur segist hafa sagt sig úr flokknum; eða hyggist gera það í kjölfar áðurnefnds aðalfundar flokksins um síðustu helgi þar sem listi til höfuðs ráðandi öflum og þar með Sönnu Magdalenu Mörtudóttur borgarfulltrúa náði kjöri.

Og Karl Héðinn Kristjánsson ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins staðfestir þetta í samtali við fréttastofu RÚV:

„Ég held það séu 30-40 frá aðalfundi. Þetta er kannski skiljanlegt og eðlilegt þegar átök eru og ágreiningur um framtíð flokksins,“ segir Karl Héðinn sem segir einnig að í hópi þeirra sem hafa sagt sig úr flokknum sé fólk sem hafi starfað lengi með honum og sinnt ýmsum ábyrgðarstörfum.

„En aftur á móti þá hafa, vegna óánægju með óeðlileg vinnubrögð og slæma menningu, á síðustu fjórum árum hafa hátt í þúsund félagar sagt sig úr Sósíalistaflokknum. Við höfum fengið mörg skilaboð um að fólk sé tilbúið að ganga aftur til liðs við okkur.“

Karl Héðinn er spurður hvaða ástæður það séu fyrir því að fólk hefur verið að segja sig úr flokknum?

„Það telur að þetta hafi verið óeðlilegur aðalfundur. En við vísum því á bug,“ sagði hann.

Á aðalfundinum sögufræga var Sanna Magdalena kjörin pólitískur leiðtogi flokksins - en hún ákvað hins vegar að afþakka það hlutverk. Sanna ætlar að halda áfram störfum sem borgarfulltrúi fyrir flokkinn; ætlar ekki að skrá sig úr honum eins og sakir standa.

Að lokum segir Karl Héðinn að hlutverk pólitísks leiðtoga sé til endurskoðunar, og svo er hann svo spurður hvort það hlutverk verði hugsanlega ekki lengur til?

„Það er mjög líklegt.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Gleðileg jól kæru lesendur
Innlent

Gleðileg jól kæru lesendur

Dómssigur Kisiya vekur von meðal Palestínumanna
Heimur

Dómssigur Kisiya vekur von meðal Palestínumanna

Hlaut 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir hnefahögg í vinnubúðum
Innlent

Hlaut 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir hnefahögg í vinnubúðum

Rússneskir embættismenn óttast netlokanir Kremlar
Heimur

Rússneskir embættismenn óttast netlokanir Kremlar

Fundu aldraða konu sem hafði týnst á Tenerife
Heimur

Fundu aldraða konu sem hafði týnst á Tenerife

Enginn dýralæknir á bakvakt fyrir austan yfir jólin
Landið

Enginn dýralæknir á bakvakt fyrir austan yfir jólin

Maður fluttur á slysadeild eftir að ekið var á hann
Innlent

Maður fluttur á slysadeild eftir að ekið var á hann

Trump flaug mun oftar með einkaþotu Epstein en áður var talið
Heimur

Trump flaug mun oftar með einkaþotu Epstein en áður var talið

Hitinn nær allt að 20 gráðum um jólin
Landið

Hitinn nær allt að 20 gráðum um jólin

Byrlaði eiginkonunni ólyfjan um árabil og nauðgaði
Heimur

Byrlaði eiginkonunni ólyfjan um árabil og nauðgaði

Ökumaður stórslasaði konu við Pizzuna
Innlent

Ökumaður stórslasaði konu við Pizzuna

„Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu orðin útibú frá Miðflokknum?“
Innlent

„Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu orðin útibú frá Miðflokknum?“

Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu
Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu

Gefur lítið fyrir frammistöðu formanns Sjálfstæðisflokksins
Sanna tilkynnir framboð
Myndband
Pólitík

Sanna tilkynnir framboð

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi
Pólitík

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi

Dóra Björt komin í Samfylkinguna
Pólitík

Dóra Björt komin í Samfylkinguna

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“
Pólitík

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“
Pólitík

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“

Loka auglýsingu