
Anna Grace Phelan, sem hlaut mikla athygli á TikTok fyrir að deila baráttu sinni við heilakrabbamein, er látin. Andlátið var tilkynnt í færslu á samfélagsmiðlum sem móðir hennar, Nadine Phelan, birti nýverið. TMZ fjallaði um andlátið.
Í færslunni segir Nadine að Anna hafi „farið heim til Drottins og frelsara síns Jesú Krists“ eftir langa og erfiða baráttu við krabbamein. Hún þakkar einnig fylgjendum Önnu fyrir stuðninginn og bænirnar sem hún fékk frá fjölda fólks um allan heim á meðan á veikindunum stóð.
Þrátt fyrir sorgina hvetur Nadine fólk til að gleðjast yfir því að Anna sé nú laus við þjáningar og hafi hlotið lækningu á himnum.
Anna greindi fylgjendum sínum frá veikindum sínum í fyrra og hefur síðan deilt hverju skrefi baráttunnnar, meðal annars niðurstöðum úr myndgreiningum og daglegu lífi með fjögurra stigs heilakrabbameini.
Hún átti nærri 140 þúsund fylgjendur á TikTok og eftir andlát hennar hafa margir þeirra skrifað hlý orð í athugasemdir, þar á meðal manneskja sem sagðist hafa keypt sína fyrstu Biblíu vegna þess hve sterk trú Önnu hafði snert hana.
Anna Grace Phelan var aðeins 19 ára.
Komment