
Veitingastaðurinn Tjöruhúsið á Ísafirði hefur nú opnað aftur eftir að Skatturinn hafði innsiglað staðinn tímabundið.
BB.is sagði frá því í dag að Skatturinn hefði innsiglað veitingastaðinn Tjöruhúsið á Ísafirði en í gær höfðu birst myndir af bæði innsigli Skattsins og tilkynningu frá eigendum staðarins. Í tilkynningunni sagði að staðnum hefði verið lokað tímabundið, þar sem bókaranum sé ekki kleift að fylgja einföldum fyrirmælum og því hafi Skatturinn lokað honum.

Ekki er þetta í fyrsta skipti sem Tjöruhúsinu af Skattinum en árið 2013 var húsinu vegna lítillar fjárhæðar sem átti eftir að greiða í staðgreiðsluskatt. Þá var staðnum einnig lokað árið 2020 vegna seingreiðslu að því er fram kemur í frétt Vísis á sínum tíma.

Mannlíf heyrði í Hauki Magnússyni, öðrum eiganda staðarins, sem rekið hefur Tjöruhúsið í ein 20 ár við góðan orðstír, til að spyrja hann út í málið, af hverju búið sé að loka staðnum.
„Við erum með opið“ sagði Haukur, stuttur í bragði. Aðspurður um af hverju staðnum hafi verið lokað svaraði hann: „Það skiptir engu, þetta er bara búið og gert."
Komment