
Í dagbók lögreglu frá því í gærkvöldi og í nótt er greint frá því að ökumaður hafi verið stöðvaður fyrir að aka gegn rauðu umferðarljósi. Málið var afgreitt með vettvangsskýrslu.
Einn var handtekinn vegna gruns um sölu og dreifingu fíkniefna. Hann var vistaður í klefa í þágu rannsóknar.
Tilkynnt var um bifreið sem var full af flugeldum. Lögreglan fór og kannaði málið.
Tveir aðilar voru handteknir vegna gruns um sölu og dreifingu fíkniefna. Annar þeirra einnig grunaður um ólöglega dvöl. Þeir voru báðir vistaðir í klefa í þágu rannsóknar.
Tilkynnt um umferðaróhapp þar sem grunur var um að ökumaður væri ölvaður en hann reyndist allsgáður. Málið var afgreitt á vettvangi.
Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna einstaklings með ógnandi tilburði á veitingastað. Honum var vísað á brott.
Tilkynnt var um aðila með fíkniefni meðferðis inni á bar. Málið var afgreitt með vettvangsskýrslu.

Komment