
Útvarpskonan vinsæla Hugrún Halldórsdóttir er hætt störfum en hún greinir frá þessu á samfélagsmiðlum.
„Eftir rúm tvö ár í Reykjavík síðdegis kveð ég Bylgjuna. Þakklát fyrir einstakt samstarfsfólk, hlustendur og allt sem viðmælendur gáfu af sér í þeim mörg þúsund viðtölum sem fæddust á þessum tíma,“ skrifar Hugrún en stutt er síðan margir útvarpsmenn á Xinu fengu sparkið en Sýn rekur bæði Bylgjuna og Xið. Þá hafa tugir starfsmanna hætt eða verið sagt upp á undanförnum mánuðum.
„Ég hlakka til að fylla komandi tíma með nýjum litum, fólki og verkefnum. Fyrst á dagskrá er þó síðbúið sumarfrí í september. Þaaaaar á meðal ferð til Madridar þar hjartahleðslustöðin mín er staðsett,“ skrifar útvarpskonan.

Komment