
Sex gistu fangageymslu lögreglu94 mál voru skráð hjá lögreglu
Mynd: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
Í dagbók lögreglu frá því í gærkvöldi og nótt er greint frá því að tilkynnt hafi verið um umferðarslys þar sem tvær bifreiðar skullu saman. Eignatjón varð og voru tveir fluttir með sjúkraliði á bráðamóttöku. Samkvæmt upplýsingu frá lögreglu voru þeir báðir með minni háttar áverka.
Óskað var aðstoðar lögreglu að vísa ölvuðum aðila út af stigagangi í fjölbýli.
Tilkynnt var um aðila sem voru búnir að tjalda í skógar rjóðri, lögregla fór á vettvang og bað þá um að færa sig á tjaldsvæði.
Einnig var tilkynnt um þrjá ölvaða aðila sparka í bíla, lögregla fór á vettvang og bað þá að hætta og fara heim að sofa sem þeir gerðu.
Þá voru nokkrir ökumenn teknir fyrir að keyra undir áhrifum fíkniefni og/eða áfengis.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment