
Tveir eru látnir og hátt í 20 slasaðir eftir að mexíkóskt sjóliðaskip, með hundruð kadetta og áhafnarmeðlima um borð, lenti í árekstri við Brooklyn-brúna í New York borg.
Slysið átti sér stað þegar 147 feta hátt mastrið á skipinu Cuauhtémoc skall á akbraut brúarinnar og særði þá sem voru uppi í reiðanum. Höggið braut mastrið, sem hrundi niður á þilfar skipsins. Áreksturinn átti sér stað á örfáum sekúndum og án nokkurs fyrirvara, en að minnsta kosti 19 manns slösuðust, þar af tveir alvarlega. Neyðarviðbragðsaðilar mættu samstundis á vettvang og björgunarsveitir NYPD við höfnina og kafarateymi hófu ítarlega leit og björgunaraðgerðir.
Þjálfunarskipið, sem var smíðað í Celaya-skipasmíðastöðinni í Bilbao á Spáni árið 1981, var að bakka út frá bryggju 17 þegar slysið varð. Þó að orsök slyssins hafi ekki verið formlega staðfest, virðist sem skipið hafi misst afl, samkvæmt borgarstjóranum í New York, Eric Adams.
Just watched the Brooklyn Bridge get smoked live by a boat with a massive Mexican flag pic.twitter.com/R8eJKwJaJ2
— Nelson Slinkard (@TheWillieNelson) May 18, 2025
Komment