
Það er ekki aðeins á Íslandi sem leigubílstjórar eru mikið í fjölmiðlum af vafasömu ástæðum en myndband sem birt hefur verið af samskiptum Uber-bílstjóra við farþega í Flórída hefur farið eins og eldur í sinu á netinu.
Í myndbandinu sést bílstjórinn vera skipa tveimur farþegum að fara út úr bílnum og heldur því fram að farþegarnir séu að áreita sig. Á sama tíma hringir Uber-bílstjórinn í lögregluna.
Í myndbandinu heyrast farþegarnir segja við bílstjórann að þeir hafi ekki gert neitt af sér. Bílstjórinn tekur í framhaldinu upp byssu og hótar farþegunum fari þeir ekki undir eins úr bílnum.
Uber hafa gefið frá sér yfirlýsingu um að konan sem keyrði bílinn fái ekki lengur að keyra fyrir Uber og sagði lögreglan á svæðinu að málið væri í rannsókn. Ekki hefur neinn verið handtekinn vegna málsins sem átti sér stað fyrr í vikunni.
Komment