Baráttukonan Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir hrósar Sigfúsi Aðalsteinssyni, fasteignasala og talsmanni Ísland - Þvert á flokka, í færslu sem hún setti á samfélagsmiðla í gær.
„Ég ætlaði að reyna að skrifa einhvern brandara um þetta, en ég held mér detti enginn betri brandari í hug en þessi sem Sigfús skrifaði sjálfur. Stórkostlegt,“ skrifar Ugla og bætir við mynd af færslu Sigfúsar sem hún vísar í.
Ugla lætur svo eitt hátíðarlag fylga með í athugasemdakerfinu.
Fleiri taka til máls um málefnið í athugasemdakerfi hennar Uglu.
„ÉG ÞOLI EKKI ÞEGAR WOKE BANNAR MÉR AÐ BJÓÐA JÓLIN VELKOMIN. OG ÉG ÆTLA SKO AÐ SKREYTA JÓLATRÉÐ SEM FYRST - EKKI SEM SÍÐAST. BÍÐIÐ BARA,“ skrifaði Birkir Fjalar Viðarsson, söngvari I Adapt.
Þá þakkar Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, Sigfúsi fyrir að taka þennan mikilvæg slag í sinni athugasemd.
Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, bætir svo við: „Ég er að fara á hátíðarball á morgun á leikskóla dóttur minnar og við erum að vonast til að hátíðarsveinkin (öll) komi. Ég keypti nýja sokka (marglita og ekki eins) svo það fari ekkert í hátíðarköttinn, eða -kisuna, eftir því hvernig á það er litið.“


Komment