Umfangsmikil lögregluaðgerð fór fram í Laugardalnum upp úr klukkan fimm í dag.
Aðgerðin beindist að tvíbýli í hverfinu en gler útidyrahurð á húsinu var mölbrotin og voru allir lögreglumenn á svæðinu grímuklæddir. Lögreglumenn framkvæmdu ítarlega leit í bílskúr sem stóð við húsið þar sem þeir fóru í gegnum málningafötur og ýmsar hirslur. Þá leituðu lögreglumenn einnig í málmpóstkassa sem var staðsettur fyrir við útidyrahurðina.
Lögreglumenn á svæðinu vildu ekki tjá sig við blaðamann Mannlífs á svæðinu að öðru leyti en málið væri í rannsókn. Lögmaður fylgdist með leit lögreglureglunnar á svæðinu en sagðist ekki þekkja málsatvik þegar Mannlíf spurði hann út í þau.
Ekki liggur fyrir hvort einhver hafi verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglu.
UPPFÆRT - Samkvæmt heimildum Mannlífs leitaði sérsveit ríkislögreglustjóra að einstaklingi í nærliggjandi götum.


Komment