
Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá því í nótt og í gærkvöldi er greint frá því að óskað hafi verið aðstoðar vegna aðila til ama í strætisvagni í hverfi 104. Honum var vísað á brott.
Óskað var aðstoðar vegna umferðarslyss í hverfi 105, en þar varð árekstur milli tveggja bifreiða. Einn aðili var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild til aðhlynningar.
Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna í Laugardalnum.
Tilkynnt var um rúðubrot og eignarspjöll í Hafnarfirði.
Óskað var aðstoðar vegnaa umferðarslyss í hverfi 109, en þar var árekstur milli tveggja bifreiða. Minni háttar slys varð á tveimur einstaklingum og var annar fluttur með sjúkrabíl á slysadeild til aðhlynningar.
Óskað aðstoðar vegna umferðarslyss í Árbænum, en þar hafnaði bifreið utan vegar. Ekki varð slys á fólki.

Komment