
Fimm gistu fangaklefa lögreglu í nótt57 mál voru skráð í kerfi lögreglu.
Mynd: Ogkelt - Wikipedia
Í dagbók lögreglu frá því í gærkvöldi og í nótt er greint frá því að umferðarslys hafi átt sér stað í Kópavogi. Ekki urðu nein slys á fólki.
Ökumaður bifreiðar var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Ökumaðurinnn reyndist einnig vera að aka án gildra ökuréttinda.
Höfð voru afskipti af ökumanni bifreiðar sem reyndist vera að horfa á þátt í farsíma sínum undir stýri. Hann á yfir höfði sér sekt vegna málsins.
Tveir aðilar voru handteknir vegna gruns um húsbrot þar sem aðilarnir eru grunaðir um að hafa brotið sér leið inn í íbúð í miðbænum og höfðu komið sér þar fyrir. Þeir voru vistaðir í fangaklefa vegna málsins.
Tilkynnt var um líkamsárás í miðbænum. Tveir aðilar eru grunaðir um verknaðinn og er málið í rannsókn.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment