
Brasilíski áhrifavaldurinn Yasmim Angela Feitosa de Souza, 26 ára, lést eftir að hún og gestir í afmælisveislu hennar drukku heimabruggað viskí sem talið er hafa verið eitrað með metanóli.
Yasmim Angela Feitosa de Souza, grínisti á Instagram með 23.000 fylgjendur, hélt upp á afmæli sitt í heimabæ sínum, Petrolina, í austurhluta Brasilíu. Hún og kærasti hennar höfðu samkvæmt fréttum keypt viskíið í sveit utan við bæinn São Bento do Una og deildu því með vini sínum í veislunni á mánudagskvöldinu.
Þau drukku um það bil einn og hálfan lítra úr flöskunni, að sögn móður de Souza sem ræddi við brasilíska miðilinn g1. Daginn eftir, á meðan kærastinn kvartaði undan vanlíðan, var de Souza sögð hafa verið „kát allan daginn og að grínast við alla.“
Um kvöldið fór henni hins vegar að versna og lést fljótlega vegna hinnar meintu eitrunar, að sögn móður hennar. Kærasti hennar og vinurinn sem einnig drakk úr flöskunni voru fluttir á sjúkrahús með grun um metanóleitrun. Ekki lá fyrir á fimmtudag hvernig ástand þeirra væri, samkvæmt Mirror US.
„Þau drukku á mánudagskvöld og svo vaknaði kærasti dóttur minnar mjög veikur,“ sagði móðir hennar, Ozenilda Feitosa. „Yasmim var hins vegar glöð allan daginn og að grínast við alla. Hún fór með mér í búðina, við versluðum og borðuðum saman. Um kvöldið fór henni svo að líða illa,“ sagði hún við g1. „Og ég gat ekkert gert til að bjarga dóttur minni.“
Rannsókn á andláti de Souza er nú í gangi, að sögn miðilsins.
Metanól, litlaus vökvi, er gjarnan notaður í framleiðslu hreinsiefna, sem leysir fyrir plast og málningu, og til að fjarlægja vatn úr eldsneyti í bílum og flugvélum. Samkvæmt bandaríska heilbrigðisstofnuninni NIH eru menn sérstaklega viðkvæmir fyrir metanóleitrun, og flest tilfelli tengjast neyslu heimagerðra drykkja eða vara sem innihalda metanól.
Einkenni metanóleitrunar geta verið ógleði, verkir í maga og vöðvum, sjóntruflanir, sundl, máttleysi og „meðvitundartruflanir sem geta spannað allt frá dái til flogakasta.“
„Sjóntruflanir geta verið allt frá vægri ljósfælni og þokukenndri sjón yfir í verulega skerta sjón eða fullkomna blindu,“ segir í skýrslu NIH. „Í verstu tilfellum leiðir eitrunin til dauða.“
Móðir áhrifavaldsins sagði að rannsakendur hefðu tekið það sem eftir var af viskíinu til greiningar. Einnig hefur verið greint frá því að útför hennar hafi farið fram í Campo da Esperança-kirkjugarðinum í Petrolina.

Komment