
Lögreglustöðin í miðbæ ReykjavíkurMyndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Lára Garðarsdóttir
Karlmaður á þrítugsaldri var í fyrradag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, eða til 20. ágúst, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á kynferðisbroti í umdæminu en þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.
Tilkynning um málið barst lögreglu á þriðjudag og var maðurinn handtekinn í kjölfarið.
Rannsókn lögreglunnar er á frumstigi og ekki verða veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment