
Valtýr Björn ValtýssonSló í gegn á síðustu öld sem íþróttafréttamaður.
Mynd: YouTube/Skjáskot
Valtýr Björn Valtýsson, einn dáðasti íþróttafréttamaður í sögu landsins, hefur stofnað fyrirtækið Willa Sweden ehf en greint er frá þessu í Lögbirtingablaðinu.
Hann er þó ekki einn á ferð en aðrir stofnendur eru Hansa Merchant Iceland ehf og Alexander Inder Pal Singh en Alexander er búsettur í Svíþjóð.
Tilgangur félagsins er fjárfestingar og þróun í fasteignaverkefnum. Hönnun, bygging og sala á húsum. Innflutningur á byggingarefni og byggingareiningum.
Alexander Inder Pal Singh er framkvæmdastjóri félagsins en Valtýr Björn fer með prókúruumboð og er situr í stjórn þess. Þórey Anna Kort Matthíasdóttir er í varastjórn.
Valtýr hefur undanfarin ár stýrt hlaðvarpinu Mín Skoðun.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment