
Tveir gistu fangaklefa lögregluMyndin tengist fréttinni ekki beint
Mynd: Shutterstock
Í dagbók lögreglu frá því nótt er greint frá því að óskað hafi verið eftir lögreglu á veitingastað til drukkins einstaklings sem var til vandræða. Viðkomandi var vísað út.
Höfð voru afskipti af einstaklingi og er hann grunaður um vörslu fíkniefna. Einstaklingurinn var án skilríkja og því ekki hægt að staðfesta hver hann er. Hann var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Bifreið var stöðvuð og ökumaður var um akstur undir áhrifum fíkniefna og svo voru tveir teknir grunaðir um að aka undir áhrifum áfengis.
Þá fékk lögreglu tilkynningu um einstakling sem var áfengisdauður í anddyri húsnæðis og var viðkomandi vísað út.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment