
Mynd: Víkingur
Ekkert lát er á svikapóstum þessa dagana en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli á einum pósti sem margir hafa fengið undanfarið.
Pósturinn er merktur sem sendur að undirlagi Interpol og undirritaður af „þjóðarfulltrúa“ hjá íslensku lögreglunni, en lögreglan segir þetta „að sjálfsögðu við engin rök að styðjast og er algjör vitleysa.“ Segir lögreglan að best sé að henda póstinum strax í ruslið.

SvikapósturLögreglan varar við svikapósti
Mynd: Lögreglan
Lögreglan varar einnig við SMS-skilaboðum sem virðast koma frá raforkusölum. Slík skilaboð eru einnig fölsuð og eiga að fara beint í ruslið.

Svikul smáskilaboðSvikarhrappar svífast einskis
Mynd: Lögreglan
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment