
Víðast hvar verður léttskýjað á Norður- og Austurlandi í dag, þar sem hiti verður um það bil 23 stig.
Öllu Þungbúnara veður verður að finna á Suður- og Vesturlandiog varasamar aðstæður gætu skapast vegna vinds undir Eyjafjöllum.
Lægð suðvestur af landinu færir sig til norðurs - dýpkar og beinir hlýju sem og röku lofti til okkar.
Spáð er suðaustlægri átt með á bilinu 5-13 metrum á sekúndu; átján metrum á sekúndu í kvöld í kringum Eyjafjöll og þar gætu skapast hættulegar aðstæður fyrir bíla er taka á sig vind.
Það verður skýjað sunnan og vestanlands; og væta inn á milli og verður hiti í kringum 10-17 stig. Reiknað er með því að seinnipartinn komi svo úrkomusvæði að landinu og einhver rigning verður.
Komment